Hlín. - 01.10.1901, Blaðsíða 24
18
ísvarið ket til Englands farið st.öðugt og stórkostlega vax-
andi ár frá ári að sama skapi, og sannar pað betur en
alt annað ef til vill, hve vel sú ketverzlun borgar sig,
jafnvel þótt flutningsleiðin só alt að því fimm sinnum
lengri en er á milli íslands og Englands. En þegar um
það er að ræða að flytja ket eða annað ísvarið, þá er
aðalspursmálið, að flutningsleiðin sé sem allra stytst,
til þess að varan komist sem allra nýjust á markaðinn.
fað virðist því svo, sem Island standi hér sérstak-
lega vel að vígi í öllu tilliti, ef landsmenn aðeins viljil
hagnýta sér tækifærið. I3ví að bæði er leiðin héðan til
Englands svo stutt, og landflutningur eða rekstur fjárins
til hafna hér sama sem enginn víðast hvar, til móts
við það sem víða er annarstaðar í heiminum, t. d. í
Ameríku.
Síðast liðin 3 ár hefir nýtt kindaket selst á enska
markaðinum hæst á 91/* d. enskt pundið, (það er hér
um bii sama sem að danska pundið sé á 77—78 aura);
það var í Maí-mánuði i fyrra vor. — En lægst hefir
það komist ofan í 6x/2 d. e. p., á þeim tíma, (um 54
aura d. p.) það var í Október og Nóvember s. 1. ár, og
í Okt., ’Nóv. og Janúar 2 áium áður.
Á sama tíma heflr aðílutt ísvarið ket selst hæst á
Englandi í Jan. og Ágúst 99 og í Ágúst 1900, á 7 d.
pr. pd. (um 58—-60 aura d. pd.) En lægst í Febr. 98,
á 4*/4 d. pr. pd. (um 33 aura d. pd.).
Frosið ket hefir á sama tíma selst hæst á Bret-
landi i Febr. 98 á 7 d. þr pd. (um 58 aura d. pd.)
En lægst á sama mánuði á 2^/4 d. pr. pd. (um 17 aura
d. pd.).
Meðalverð á keti á Englandi þessi 3 árin hefir þá
verið hér um bil þetta, miðað við danska vigt og pen-
inga: