Hlín. - 01.10.1901, Blaðsíða 62
56
bæði þessi ár verður þá 12,096 ensk pund aí ekrunni
— eða innan við 11 þúsund dönsk pd.
Mörg liðin ár hafa bændur í Manitoba selt jarðepli
á 20—35 cents buslielið. Og mun því vel í lagt að segja
að meðaltalið sé 30 cents bush. — eða x/2 cent pundið
— en setjum svo: —
Þá heflr jarðeplaekran geflð af sér þessi 2 ár að
meðaltali $ 60.40, oða um kr. 226.50 — og er það held-
ur lagleg upphæð af ekki stærri bletti enda eru Mani-
tobamenn vel ánægðir með það, sem líka er full ástæða
til. — —
— Hér á landi eru mörg dæmi þess, frá fyrri og
síðari tímum, að hér fœst jarðeplatunnan (200 pd.) af 10
ferh. föðmum, víða hvar í landinu, þar sem garðrækt er
stunduð af alúð og þelckíngu — En ef vel er athugað,
þá er það sama sem 90 tunnur (eða 18,000 dunsk pund)
af túndagsláttunni — sem er alt að því x/5 minni en
amerísk ekra.
Nú er hér á landi hér um bil lægsta verð á jarð-
eplum 8 kr. tunnan, eða um 4 aura pundið; og miðað
við það, þá má fá hér ekki aðeins kr. 226.50 í jarðeplum
af ekrunni eins og í Manitoba, heldur lcr. kr. 720.00 af
túiidagsláttunni — en það þykir okkur svo lítið, að
við ræktum ekki jarðepli alment hér á iandi að heldur,
og hvergi með nokkurri áherzlu eða í stórum stíl, alveg
eins og það borgi sig ekki „fremur en annað hér“, —
og svo erum við í jarðepla-hraki hér mikinn hluta ársins
til sjós og sveita, þrátt fyrir allar þær þúsundir tunna,
sem hingað eru fluttar frá útlöndum á hverju ári. — —
í»að er alvariegt þetta.
Og þessu lík tækifæri eru liér óteljandi, sein
oss dreymir varla um. S. B. Jónsson.