Hlín. - 01.10.1901, Blaðsíða 51
45
farsældav. En þar næst, ef ekki jafnfranit, er það skylda
hvers einasta manns, að verja lífi sinu eftir megni til að
umbæta lífskjör þeirra, (samtíðarmanna sinna, allra helzt),
sem þarfnast og líða. — Að þerra tárin, binda um sárin,
og ef með þarf að skera upp sárin, samferðamannanna;
og þá helzt þeirra, sem næstir standa á veginum, og
eru að örmagnast undir byrðum, sem vér, ef til vill,
áttum að bera með þeim, en fyrirkomulag mann-
félagsins heflr heimilað oss að vera lausir við, máske
fyrir eigin verðskuldun, og máske líka án allrar verð-
skuldunar. Hvort sem nú að þessar byrðar, eða þetta
böl og basl, sem þjáir samfylgdarmenn vora, eru afleið-
ingar af menningarleysi sjálfra þeirra, eður afleiðingar af
syndum hinna dauðu, eða hvorutveggja, þá er vissulega
skyldugt og nauðsynlegt að reyna til að ráða þar veru-
lega bót á.
Það sem heimurinn er nú betri en hann var fyrir
þúsundum ára, er ómótmælanlega að þakka tiltölulega
fáum ágætismönnum, umbótamönnum, sem lifað hafa
á ýmsum tímum, hjá ýmsum þjóðum. Og það er mik-
ið bjartara yflr mannlíflnu nú í heiminum, en var í
fornöld, þrátt fyrir alt og alt, sem enn er umbótavant.
Sem þjóð höfum vér furðu lítið getað lagt til heims-
menningarinnar. Yér höfum ávalt verið svo fáir og
snauðir. En vér höfum þegar notið mikilvægra ávaxta
af ævistarfi þeirra manna í útlöndum, sem mest hafa
unnið að frelsun mannfólagsins. — Og þó er enn meira
í boði af því tæi, ef vér að eins viijum tileinka oss það,
oss til blessunar. — — Og oss ætti að vera IjiSft að til-
einka oss þann arð, með innilegri þakklátssemi, og með
innilegri löngun til þess að leggja fram eitthvað svolitið
sjálfir til viðbótar, til framtíðarfarsældar vorri þjóð fyrir
það fyrsta, úr því vór getum ekki, eða á meðan vér get-