Hlín. - 01.10.1901, Blaðsíða 47
41
Eg skal taka það fram, að almenn skilvindukaup
eru kostbær, og þess vegna ekki viðeigandi, þar sem
hægt er að flytja nýmjólkina saman á vögnum á einn
stað til smérgerðarhúss, af st.óru svæði daglega mestan
hlut ársins. En hér á iandi eru enn þá nokkuð óvíða
þeir hentugleikar, vegna vegleysis og strjálbýlis. Vegna
þess verður víða hvar að taka hina aðferðina: Að bænd-
ur reyni að eignast skilvindurnar alment, til þess að ekki
þurfi að flytja saman nema rjómann til smórgerðar; og
til þess að ná smérinu úr mjólkinni sem allra bezt,
einnig að vetrinum eða þegar samlagssmórgerð getur
ekki farið fram.
En rjóma má hæglega flytja saman á reiðingshest-
um, í þar til gerðum könnum, í eins konar „krókum".
Á 2 reiðingshestum má hæglega flytja saman rjóma
í 100 pund af sméri daglega, ef vel hagar til.
Að eignast skilvindu og það sem alira fyrst
er þá nauðsynlegt, samkvæmt því sem sagt er hér að
framan, fyrir bændur hér á landi alment. En eins og
það er nauðsynlegt, eins er líka nauðsynlegt að leggja
áherzlu á að velja vel, að því er frágang og byggingarlag
vélarinnar snertir meðal annars; og þar næst, að með-
höndla hana á réttan hátt, til þes að lnin fœri sem mest-
an arð, og endist sem allra lengst. Annars getur svo
farið, að reynzla manna af skilvindunni, verði þegar fram
í sækir, óþarflega kostbær, eða arðlítil, ef menn af
kæruleysi eða öðrum orsökum, vanrækja þessar bending-
a*', eða nú frámboðna aðstoð í því efni. — Og mega
oienn þá sjálfum sér um kenna. —
S. 1J. Jónsson.