Hlín. - 01.10.1901, Blaðsíða 52
46
um ekki, lagt neitt verulegt til mannfélagsheildarinnar á
annan hátt.
Og það er enginn af oss svo smár, að hann geti ekki
lagt eitthvað litið til ef viljinn er góður, því „]>eir velta
þar stundum völum úr leid, sem veikbitrða eru og smáir,“
segir skáldið.
Og verkefnið er óendanlega mikið alstaðar.
Alt vort andlega líf, öll vor hugsun og alt vort fram-
kvæmdalíf þaxf umbóta við. Yér þurfum að læra að meta
hlutina og málefnin og mennina með skynsemi eftir þeirra
sanna gildi, en ekki eftir blindum reglum tízkunnar, né
vorum skeikulu tilflnningum að eins.
Vér þurfum að leita sannleikans alstaðar og í öllum
hlutum, því alstaðar er hann til, og víða er hann finn-
anlegur, en sannleikurinn og vaninn fylgjast ekki ætíð að.
Yaninn meira að segja hindrar oss iðulega í því að
finna sannleikann og burt nemur oft alla löngun til að
leita hans, og blindar augu vor oft fyrir gildi hans. —
Blindi vaninn er þvi ávalt varhugaverður, enda þótt hann
sé gðóur-, en sé vaninn rangur eða ljótur, og hann getur
oft verið það, þótt hann hafi blindað oss svo að vér höf-
um enga hugmynd um að svo sé, þá er hann orðinn í
sannleika vor versti og skœðasti óvinnr, og þá getum vér
átt á hættu að hann leiði oss í tímanlega og eilífa glöt-
un; þá er hætt við að hann standi oss í vegi fyrir öll-
um framförum til sálar og líkama, öllum umbót.um, öll-
um tilbreytingum.
Sá sem er svo háður þeim grimma harðstjóra van-
anum, að hann vill ekki taka sér fram, umbæta neiti,
breyta til i neinu, hann hafnar með því gæfu sinni og
vandamanna sinna, ef til vill í marga liðu. Hann hafnar
sinni guðlegu ákvörðun, sem er eilíf framför frá lægsta
frumstiginu til hinnar æðstu guðlegu fullkomnunar. Sá