Hlín. - 01.10.1901, Blaðsíða 89
83
rel og nokkur önnur Yél. í henni má einnig gera
ýmiskonar Útprjón, og það vel, en það er mjög seinlegt
verk. Hún er mörgum sinnum íljótari á sokka og
vetllnga en nokkur prjónavél af annari gerð, „princlplc*;
en er jafnframt mikið seinni á stórflíkur en stóru dýru
vélarnar.
Hún gerir sokkinn heilann (bolinn) ofan frá og niður
úr me5 liæl og totu að Ollu leyti, svo að ekkert er
eftir nema að fella af fitina og að þræða saman eitt gat
á totunni. Hún hefir 72 prjóna, og prjónar allar al-
mennar stærðir af bandi, laust og fast eftir vild.
í þessari vél iná prjóna 10—20 pör sokka á
dag, en það er sama sem að segja, að hægt sé að vinna
fyrir 5°/0 ársvöxtum af verði hennar á hálfum degi. í
henni má prjóna ilestar nauðsynlegar stærðir af sokk-
um og vetlingum, beint áfram með fljótlegustu aðferð-
inni. En með því að þræða ögn meira saman en gert
er með vanalegu aðferðinni (t. d. auka i kálfann ofan til)
þá má gera allar stærðir af sokkum og vetlingum í
henni. — Móti þessu tjáir ekki að mæla þvi eg get sann-
að að þetta er áreiðanlegt.
Auk sokka og vetlinga, má prjóna allar stærðir af
nærfötum o. þ. h. í þessari vél og er alment gert og
gengur vel. Það er auðvitað talsvert seinlegra verk, en
það er í stóru dýru vélunum; en þó ekki seinlegra en
það að nærflíkina má hæglega gera á dag með samþræð-
ingu og öllu saman. Slík nærföt líka flestum mjög vel,
einnig vegna þess að prjónið er slétt (einfalt en ekki brugð-
ið), það þykir haldbetra og viðfeldnara.
Þessar vélar ættu að vera til á öllum bænda-heimil-
um í sveitum íslands og víðar, tii þess eru þær nógu ó-
dýrar, og jafnframt þó fullnægjandi fyrir flest alment
brúk. — — Bændur ættu að vinna ullina sína heima í