Eimreiðin - 01.07.1932, Blaðsíða 16
248
VIÐ ÞJÓÐVEGINN
eimreiðii*
Þessi mikla kröfuganga jókst eftir því sem nær dró Was-
hington, aðseturstað stjórnarinnar. Þegar þangað kom, voru í
fylkingunni 30.000 manns. Settust þeir að í útjaðri Washington-
borgar og gengu síðan á fund stjórnarinnar undir fána Banda-
ríkjanna. Nokkrum hluta þessa mannsafnaðar var síðar
sundrað af herliði, með táragasi. — Afleiðingin af þessum
viðburði og öðrum svipuðum hefur þó orðið sú, að stjórnin
hefur tekið 2000 miljónir dollara að láni, til þess að verja til
atvinnubóta. En búist er við, að sú upphæð muni koroa að
litlu haldi til að bæta varanlega úr ástandinu í Bandaríkjunum-
Elturlyfja- í sumar gerðist sá atburður, að einhver mesti
fantur veraldarinnar var handtekinn og hlaut
sinn dóm í Kairo í Egyptalandi. Maður þess*
heitir Mohamed Mustafa Nafei og var forinS*
eitursmyglara og eiturbyrlara umhverfis Miðjarðarhafið. Er
frægð hans sízt minni en hins ameríska smyglara A1 Capone-
Stórblaðið Times lýsir honum þannig, að hann hafi verið
meistari í því að véla saklausa menn til fylgis við sig. Hann
hafði heilan her manna sér til aðstoðar og fulltrúa í hverri
einustu borg við austurhluta Miðjarðarhafsins og víðar. Hann
stofnaði skipafélag í Alexandríu, til þess að geta jafnan haft
nægan farkost fyrir eiturflutninga sína, og fékk með sér að
hluthöfum marga heiðarlega borgara. Hann hafði efnarann-
sóknarstofu í Kairo, leigði hallir í útjöðrum Alexandríu °Q
Kairo til þess að fela þar eiturlyfjabyrgðir sínar, sem hann
græddi á ógrynni fjár, og átti fjölda af brynvörðum bifreiðum-
Hann var í einu orði sagt einn af hættulegustu mönnum
smyglarar og
eiturlyfja-
flutningar.
veraldarinnar, og mikil landhreinsun að losna við hann.
Fáum dögum eftir að Mustafa Nafei var handtekinn, voru
sex aðrir eitursmyglarar handteknir í Konstantínópel og sjö 1
Alexandríu. Meðal þeirra, sem handteknir voru í Konstant-
ínópel, voru fjórir brezkir þegnar — þrír bræður og systir
þeirra — en starf þeirra var að smygla »heroini« inn 1
Egyptaland í almennum pósti. Sömu aðferð höfðu þeir smyð*'
arar, sem handteknir voru í Alexandríu. Um sama leyti var
pólskur eitursmyglari handtekinn í París. Hann þóttist vera
miljónamæringur frá Bandaríkjunum, enda hafði hann á sef
um 70,000 kr. í dollurum og frönkum, þegar hann var hand-