Eimreiðin - 01.07.1932, Blaðsíða 112
344
FAGNAÐARERINDI HÚMANISMANS eimREIÐIN
mun sjúkum manni eða dauðvona reynast að trúa á mátt
sinn og megin, örðugt jafnvel þeim, sem vitrastir eru og
skilja, að þekking vor nær skamt og máttur vor enn skemra,
að sporna við atkvæði ramra hluta. Ég hef þegar drepið a
það í fyrri grein minni, að húmanistum þyki sem guðstruin
hafi dregið mannkynið skamt á leið friðar eða bræðralags-
En ef það mál væri rannsakað af meiri gaumgæfni og aærn
um það af djúptækari sanngirni en fljótu áliti, þá mundi þa
þó koma í ljós, að hvar sem nokkur sannarleg tilraun hefur
verið gerð til friðar eða mannúðar, hefur henni verið hrundi
af stað af sterkri og innilegri guðstrú, en styrjaldirnar við'
haldast með »siðuðumc þjóðum aðeins fyrir trúleysi manna
á það, sem þeir látast trúa á, guð sem er faðir allra. A
vísu verður því ekki neitað, að þjóðir, sem eru guðstrúar a
nafninu, hafa seint og snemma í mannkynssögunni gert gu°
sinn að pólitískum flokksforingja og heitið á hann til viga-
En allir menn, sem hafa nokkra dýpri trúarvitund, sjá þó, a
þetta er að draga guðstrúna ofan í saurinn og afneita henni
í insta eðli sínu. Því að trúin á guð hlýtur í frarnkvæmdinm
að verða eitt og hið sama og trúin á bræðralag mannkynsins,
ef hún er í sannleika trú á guð alheimsins, en ekki tru a
þann einstaklings- eða þjóðarvilja, sem settur er upp á goða'
stall og tilbeðinn.
En jafnvel í stríðinu má þó glögt sjá og skilja gildi truar-
Sagnfræðingurinn Edward Gibbon lýsir því snildarlega í h,nU
mikla riti sínu um hnignun og fall Rómaveldis, hvernig kross-
fararnir, langdregnir af þrautum og þjáningum, hrintu af s^r
umsátri Múhameðstrúarmanna, er þeir voru staddir í Anh'
okkíu í júnímánuði árið 1098. Óflýjandi her hafði umkring*
borgina og krossfararnir orðnir örmagna og vonlausir, i3^n'
vel svo, að þeir neituðu að ganga út á borgarvirkin framar og
skeyttu engum hótunum, góðum eða illum. Þá breiðist skynd'
lega sú saga út á meðal krossfaranna, að Ambrosius helg>
hafi birzt presti nokkrum og heitið öllum frelsun og s,8rl
innan stundar. Vms dularfull fyrirbrigði fara nú að gerast.
Sjálfur Kristur birtist flóttamönnunum og snýr þeim til baka
og kveðst munu gefa þeim sigurinn. María birtist og heitm
mönnum fyrirgefningu syndanna. Orðrómur berst út um það, a