Eimreiðin - 01.07.1932, Page 205
eimreiðin
RITSJÁ
437
eru margvísleg. Mest ber á vísum um árstíðir, veðráttu, náttúruna og svo
ebki að gleyma hestavísunum. Inn í þessar ytri lýsingar blandast svo
Vmislegt um æfikjör og harma skáldsins. Þannig verður vorið Sveinbirni
Björnssyni tilefni dapurlegrar sjálfslýsingar:
Leysir mjallalín af brún, Þó að skarti hús og hlað
ljómar allur særinn. heiðisbjartar nætur,
Yfir hjalla, engi, tún verður margt, sem amar að,
andar fjallablærinn. af því hjartað grætur.
Stundum er það söknuðurinn við ástvinamissi, sem brýzt fram í hend-
■ngum, eins og í þessari vísu eftir Ásvald Magnússon:
Reynslukyljur rjúfa grið ;
raskast vilja hugarsvið.
Sorgarbyljir svifta frið.
Sárt er að skilja kæra við.
En svo vill skáldið ef til vill ekki láta uppi, hvað amar að. Þannig
kveður Halla Eyjólfsdóttir:
Þótt ég sýnist sæl og hýr,
sízt um tárin losi,
enginn veit, hvað innra býr
undir mínu brosi.
Oftast er það ástin, sem eitthvað hefur brent. Því segir Quðmundur
Ounnarsson:
Leggi menn á munaðshaf,
minkar senn í vösum.
Margur kennir óhægð af
ástar brennigrösum.
En svo er ógæfan líka hreint sjálfskaparvíti, og skáldið hefur það til
að segja sjálfu sér óspart til syndanna:
Anda napurt oft ég finn, —
auðnu tapast vegur,
asnaskapur allur minn
er svo hraparlegur.
(Þorsteinn Magnússon).
Og ekki tjáir annað en að herða upp hugann, þó á móti blási:
Þó að Ægir ýfi brá,
auki blæinn kalda,
ei skal vægja, undan slá
eða lægja falda.
(0rn Arnarson).
Verki fram ska! hugsjón hrinda,
hún til sigurs alla ber.
Látfu aldrei lífsins vinda
Ieiðir velja handa þér.
(Guöm. Ingi Kristiánsson).
Lífið geymir líka huggun, eins og þessi vísa eftir Jóhannes Örn Jóns-
s°n sýnir:
Sorgin bætist særðri önd,
sem í tárum Iifir,
þegar mætir hendi hönd
harmsins bárum yfir.