Eimreiðin - 01.07.1932, Blaðsíða 156
388
UM MATARÆÐI VORT
EIMREIDIN
korn eða hveiti að ræða í daglegri fæðu. Og ekki var þá
því að heilsa, að til væru kartöflur, er komið gætu í stað
mjöls. Alt frá landnámstíð og fram á 19. öld var lítið um
kornmat. Stundum liðu svo ár að ekkert fluttist hingað af
korni, og stundum var það meira og minna skemt. Leng1
framan af var ræktað korn í landinu sjálfu, einkum sunnan-
lands, en tókst misjafnlega, og var þar svo að segja eingöngu
um bygg að ræða. Ur þessu byggi gerðu menn grauta oS
stundum malt til ölgerðar. íslenzka maltið þótti þó standa
að baki útlendu malti. Brauðgerð úr byggi tókst illa, euda
mun byggbrauð Iítið hafa verið notað, eftir því sem fræðimenn
segja. Annað brauð kom því lítið til mála fyr en seint á öld-
um og ætíð af skornum skamti eða einungis við hátíðleg
tækifæri, jafnvel fram að minni elztu núlifandi manna. (Sbr.-
»Það á að gefa börnum brauð að bíta í á jólunum* — einS
og stendur í Gilsbakkaþulu). Hið eiginlega daglega brauð var
öldum saman harðfiskurinn, en ekki brauð, og má furða sig
á, að börnunum var ekki kent faðirvorið þannig að bið)a
drottin um daglegan harðfisk, því brauð þektist varla. í53^
var líka um eitt skeið sem harðfiskurinn okkar gekk undif
nafninu »islandsk bröd« í Danmörku.
»Maðurinn lifir ekki á einu saman brauði* og heldur ekh>
harðfiski. Engin einhæf fæða, jafnvel ekki mjólk og mjólkuraf'
urðir, sem þó helzt fullnægja efnaþörf líkamans, verður viðun'
andi til lengdar. Þess vegna reynir maður að prófa alla hlutu
sem ætir kunna að vera, og velur sérstaklega þá, sem reyn'
ast hollir átu.
Það má sennilegt telja, að af öllum íslenzkum grösum bah
landsmenn smámsaman, fyrir löngu síðan, fundið og valið uf
einmitt þau fáu, sem orðið gátu manna fæða. Hins vegar ma
vel vera, að fyr eða síðar finnist aðferðir til að gera noths
til manneldis öll þau grös, sem dýrin ein kunna nú að melta "
svo að við t. d. getum daglega haft töðu og súrhey til matar-
Af innlendri jurtafæðu var furðu margt, sem landsbúar lærðu
smámsaman að hagnýta sér. Strax í fornöld sést getið um
fjallagrös, söl, fjörugrös og hvannarætur, og varð þetta mjo9
eftirsóttur matur til búdrýginda, en seinna bættist við heimula.
vallar- og veggjasúrur, hófsúrur, lambasúra, smærur eða val'