Eimreiðin - 01.07.1932, Page 151
eimreiðin
UM MATARÆÐI VORT
383
»Maturinn er fyrir öllu« segir enn gamalt íslenzkt máltæki,
til orðið fyrir harða reynsluþekkingu sultar-aldanna. Það eru
vissulega engar öfgar að segja, að nógur og hollur matur sé
°9 hafi ætíð verið fyrsta skilyrðið til framfara hjá öllum þjóðum.
Meðan þjóðir eru á frumstigi fer svo að segja allur tíminn í
roatarstrit, veiðimensku og aflabrögð. Það verður nærri eng-
'nn tími afgangs, aldrei verulegt næði til að jafna sig og
sinna neinu öðru. Þess vegna er lífið fátæklegt bæði efnalega
°9 andlega.
Allar gullaldir, sem veraldarsagan getur um, hafa verið að
þakka fyrst og fremst nógri og hollri saðningu fólksins. En
hæta má því við, að hollast hefur ætíð verið að undan væri
9enginn ýmsra gæða skortur, og að stöðugt þurfi talsverða
haráttu til að afla sér matfanganna.
Sem frekari árétting þess, hve mikið er matarins pund,
má loks taka það fram, að það er ekki einasta að sérhver
þjóð verði fyrir matarins tilstilli líkamlega styrkari og vold-
ugri, heldur einnig andlega vel að sér gjör, þ. e. vitrari og
betri. Og hvað það snertir, sannast þar útlent máltæki, sem
hljóðar eitthvað á þá leið, »að frá maganum liggi laundyr til
hjartans«.
Allar þjóðir hafa meiri og minni og lengri eða skemri
sultarsögu að segja, og kemur sagnariturum saman um, að
ótal margt ilt fylgi í fari sultarins og nægir að nefna, auk
h’kamlegra vanþrifa og veikinda ýmiskonar, andlega óáran í
fnannfólkinu, svo að algengt er ósamlyndi og tortrygni, grip-
óeildir og glæpir, uppreisnir og mannvíg.
Oamall vitur Kínverji komst þannig að orði: »Allir klækir
orsakast af örbirgð, örbirgðin af matarskorti, en matarskort-
hrinn af vanrækslu jarðyrkjunnar og annara friðsamlegra afla-
hragða*.
I því sem hér fer á eftir skal nú stuttlega athugað, hvaða
^asðu forfeður vorir og vér niðjar þeirra höfum nærst á fram
ó vora daga og orðið ýmist gott af eða ilt, eftir því hver
•Hatföng voru fyrir hendi og hvernig tilreidd.
»Helgi lá með her sinn í Brunavágum ok hafði þar strand-
högg ok átu þar hrátt*.