Eimreiðin - 01.07.1932, Blaðsíða 88
EIMREIÐIN
Hlutafélagið Episcopo.
Saga eftir Gabriele d’Annunzio.
[ífalska skáldið Gabriele d’Annunzio (f. 1863) er talinn mikilhæfasti
rithöfundur ítölsku þjóðarinnar og er fyrir löngu heimsfrægur orðinn
fyrir Ijóð sín, skáldsögur og leikrit, en einnig fyrir þátttöku sína í ófrið'
inum mikla. Á stríðsárunum var hann tignaður sem þjóðhetja. Meðai
annars gerðist hann þá flugmaður í hernum og stjórnaði loftárás á Vínar-
borg í ágúst 1918. Síðan tók hann borgina Fiume herskildi, svo sent
frægt er orðið. D’Annunzio er gæddur ákaflega auðugu ímyndunarafh,
og litauðgi hans í lýsingum á sálarlífi manna er frábær. Af ritum hans
má nefna Primo Vere (ljóðmæli, 1879), II Piacere (1889), II Triomfo
della Morte (1894), Le Vergini della Rocce (1896), La Gioconda (1898),
Francesca da Rimini (1902), Le Martyre de St. Sébastien (1911), La
Leda senza cigno (1913) og Notturno 1921). Sagan, sem hér hefst, er
ein af styttri sögum hans. Þýðingin er eftir Davíð heitinn Þorvaldsson,
rithöfund].
»Þér viljið vila . . . Hvað viljið þér viia, herra? Hvað á
ég að segja yður? Ha ? . . . Alt! . . . Jæja! Ég skal segja
yður alt frá byrjun.
Alt frá byrjun! Hvernig á ég að fara að því? Ég veit
ekkert framar. Ég fullvissa yður um, að ég man ekki eftir
neinu. Hvað á ég að gera, herra? Hvað á að gera?
O, í guðs bænum! Heyrið þér . . . Bíðið eitt augnablik-
Verið ekki óþolinmóður. Ég bið yður um að auðsýna niér
ögn af þolinmæði, af því ég veit ekki hvernig ég á að fára
að því að tala. Þó að ég myndi eftir einhverju, þá gæti ég
ekki sagt yður frá því. Þegar ég var meðal mannanna, þá
var ég þögull. Jafnvel þegar ég var fullur, var ég þögull-
Alt af.
Nei, nei, ekki alt af. Ég talaði við hann, að eins við hann.
Ég talaði við hann stundum á sumarkvöldum í útborginni eða
á torgunum og í skemtigörðunum . . . Hann smeygði vesalings
horaða handleggnum sínum, sem var svo mjór, að ég visSl
varla af honum, undir handlegg minn. Við gengum saman og
rökræddum.