Eimreiðin - 01.07.1932, Blaðsíða 109
Eimreiðin fagnaðarerindi húmanismans
341
fólk við þeim, eins og útsendurum djöfulsins. Á hinu Ieitinu
skapaðist trúhataraflokkur og prédikarar eins og Haeckel og
Ingersoll, sem gerðu naprasta háð að ýmsum erfðakreddum
k’rkjunnar og rifu miskunnarlaust niður, hinum trúuðu til
skapraunar, margar hennar helgustu kennisetningar. Trú og
vísindi virtust þessum mönnum vera ósamrýmanlegar andstæður.
En brátt fóru menn að íhuga hvort ekki væri hugsanlegt,
að samræma mætti trú og vísindi, hvort það væri ekki eftir
aH saman heimur guðs, sem vísindin væru að rannsaka ? Og
Þessi málamiðlunarstefna fór nú í óðaönn að endurtúlka hinar
^°rnu kenningar kirkjunnar í nývísindalegum búningi. Guð var
ekki framar konungurinn á hæðum, heldur eterinn, þróunin,
frumaflið eða hin fyrsta orsök. Og öllu var snúið um sam-
kvæmt þessu. Þróunin var þannig gerð að trúarlegu hugtaki.
^ómantíkin gerði náttúruöflin að guðdómlegum öflum, þver-
öfugt við það, sem áður var álitið. Idealistarnir þýzku ruddu
taðina í Evrópu. Menn eins og Schleiermacher, Hegel og
Ritschl unnu mikið verk á þessu sviði, og í Englandi og
Ámeríku voru kenningar þeirra eða þynningar af þeim fluttar
af nafnkunnum mönnum eins og Coleridge, Carlyle, Matthew
Árnold og Emerson. Vmsir fleiri hugsandi menn leituðust við
að umskapa heimspeki trúarbragðanna. I breiðkirkju-hreyfing-
unni ensku má nefna Thomas Arnold, F. D. Maurice,
Eharles Kingsley o. fl. — Um „immanence“-kenninguna rituðu
^fancis W. Newman, ]ohn Seeley og margir fleiri, sem allir
u°ru fullir af þýzkri guðfræði. — Vfirleitt má segja, þegar
Urutarisminn er undanskilinn, að þessara skoðana taki seinna
a^ 2æta í Ameríku en Evrópu. Það er ekki fyr en um 1890
aó biblíugagnrýnin fer nokkuð verulega að láta til sín taka
v*ð háskólana vestra. Um það leyti flytur William R. Harper,
rektor Chicago-háskólans, fyrirlestra um gagnrýni á Móse-
óókunum, er vöktu mikla athygli, og John Fiske og Jacob
Gould Shurman tóku að boða þróunarkenninguna sem trúar-
leQt fagnaðarerindi. Frjálslyndir prédikarar eins og Lyman
Ábbott og Washington Gladen tóku að boða »nýja guðfræði*,
Sem var mestmegnis einhverf (monistisk) endurtúlkun hinna
Qömlu trúarhugmynda og lagði mesta áherzlu á ídvöl guðs
'lrnmanence) í heiminum og guðlegt eðli mannsins. En aðrir