Eimreiðin - 01.07.1932, Blaðsíða 175
'EIMREIÐIN
„Skáldsögur og ástir“.
I síðasta hefti Eimreiðarinnar (XXXVIII. ár, 2. hefti) er
ritgerð eftir Árna Jakobsson um grein eftir mig með ofan-
^efndri fyrirsögn, en höfundurinn nefnir að vísu »Skáldskap
°2 ástir«. Mig langar til þess að biðja ritstjóra tímaritsins um
rúm fyrir örlitla greinargerð fyrir nokkuru af því, sem mér
virðist ýmist lítt skilið eða með öllu misskilið í athuga-
semdum Á. J.
Andinn í ritgerð Á. J. ber það með sér, að hann lítur svo
á sem ég sé að flytja mjög siðspillandi og hættulegar skoð-
anir í grein minni. Nú kem ég að vísu nokkuð víða við í
niáli mínu, en Á. J. virðist spillingin ná hámarki sínu með
t>ví, er ég riti um bók Guðmundar Kambans, »Jómfrú Ragn-
Heiði«, Telur hann svo mikil brögð að annmörkum mínum,
að honum þykir hlýða að ljúka máli sínu með því að minna
niig á, að ég sé prestur, sem leiði æskulýð landsins á
Slapstigu.
Nú virðist mér, satt að segja, að þessar átölur séu þess
eðlis, að ekki sé ósanngjarnt, að þær séu studdar með all-
þungvægum rökum, úr því að þær eru bornar fram á prenti.
En til þess að gera lesendum hægara fyrir að meta þungann,
shulu höfuðatriði málsins rakin.
Mergur máls míns um bók G. K. er sá, að ég tel höfund
hennar í flokki þeirra, sem hafi þá skoðun, að »skilningurinn
a þessum hvötum [þ. e. hvötum hins kynferðilega lífs] og
virðingin fyrir þeim, sé eitt aðalskilyrðið fyrir ríkum, sálræn-
um árangri ástalífsins*. Nú telur Á. J. engan vafa á því leika,
að ég hafi skipað G. K. í réttan sess meðal rithöfunda. En
þann telur þessa skoðun svo ranga, að hún megi ekki með
uokkuru móti festa rætur. Og hann leggur svo mikið kapp á
að afsanna það, að kynferðishvatir styrki ásta-samband manns
°9 konu, að hann vitnar í rit þriggja nafnkendra íslenzkra
þöfunda máli sínu til stuðnings. Heldur hann því fram, að
þessir höfundar hafi sannað það með skýrum rökum, að karl-