Eimreiðin - 01.07.1932, Blaðsíða 158
390
UM MATARÆÐI VORT
eimreiðiN
dregin út. Síðan voru sílin þvegin og soðin í sýrublönduðu
vatni og etin, en afgangur allur kasaður — í snjó — eða alt
súrsað í sánum. — Ef þau voru kösuð, voru þau tekin upp
á vorin, þurkuð við vind undan sól og breidd í flekk. Þar
næst var þeim snúið með hrífu eins og heyi og fergð í ílát1
og geymd og þóttu hollur og bragð-góður matur.
Þannig mætti margt upp telja, sem sýnir nýtni og g°ða
búnaðarháttu forfeðra vorra og mæðra.
Meðan nóg var til af þeim matföngum, sem landið hafð>
fram að bjóða, jafnvel þótt enginn kostnaður fylgdi, þá ga*
landsfólki öllu liðið vel, en bæta þarf þó við — að nauð-
synleg var ætíð mjólk, a. m. k. fyrir börn og unglinga, og a'
ríðandi að matur væri óskemdur og ætíð eitthvert nýweti
við og við.
Öðru máli var að gegna þegar yfir dundu hallæri vegna
fiskileysis, grasbrests og skepnufellis. Þá hlaust af því bæði
hungur og sjúkdómar, en þó sérstaklega þeir, sem menn nu
vita að stafa af fjörefna- eða vitamínskorti.
Það er ljót sagan, sem ætíð endurtókst á þessum erfiðu
tímum um sult og bágindi víðsvegar um sveitir. Förumanna-
flokkar flæktust klæðlitlir frá einum bæ til annars. — ^>9
víða kom hungrið. »Þá sá á betri bændurn*, segir í annál'
um frá móðuharðindunum. — Þá átti margur bágt. —
var lagst undir pening og hann soginn«. Þá urðu marg>r
þjófar og spellvirkjar, en hópur þessara vesalinga hneig út
af úr hungri og hor líkt og fénaðurinn — milli bæja.
Þá lögðu menn sér alt til munns, sem haldið var naerandii
til að seðja svanginn; menn átu hrafna og melrakka og hor-
fallna hunda og hross, já, roð og ugga, fiskhryggi, grút °3
þang, hey og horn og skóbætur.
Þá lærðu menn réttilega að meta gildi góðs matar fyrir
andleg og Iíkamleg þrif, og gleymdu fáir þá að segja ^S11^
laun« þegar ætur biti var framreiddur af örlyndi og mann-
kærleika.
Það er afarmisjafnt hve vel og illa menn þola matarskort.
Hraustir fullorðnir menn þola sult miklu betur en börn °9