Eimreiðin - 01.07.1932, Blaðsíða 33
EIMREIÐIN KREPPAN OQ LÖQMÁL VIÐSKIFTANNA
265
Sróðavonum sínum, án þess að taka hið minsta tillit til þarfa
neytendanna. Eina bjargráðið, eina leiðin sé sameign fram-
leiðslutækjanna og samrýming eða samstilling framleiðslunnar
við neyzluþörfina. Án þess að fara lengra út í þessa hluti
hér, virðist oss óhætt að fullyrða, að þessi vegur sé ófær,.
heimsviðskiftunum verði ekki stjórnað á þann hátt. Það væri
ef til vill mögulegt, ef alstaðar ríkti kyrstaða, eða ef hægt
væri að reikna út ganginn fyrirfram eins og þeirra hluta,
sem lúta náttúrulögmálum. En í því tilfelli þyrfti heldur engr-
ar mannlegrar stjórnar með. Um leið og sameignarstefnan
heldur því fram, að núverandi fyrirkomulag framleiðslunnar sé
‘stjórnlaust*, krefst hún, að ríkið táki framleiðslutækin í sínar
hendur og að framleiðslunni verði stjórnað af æðri vilja —
ríkisvaldinu — í þágu neytendanna. Þessi krafa er aðallega
sett til höfuðs einstaklingseignarréttinum, sem samkvæmt skoð-
un sameignarstefnunnar er aðalorsökin fyrir misjafnri afkomu
einstaklinganna og þá jafnframt stéttaskiftingunni í þjóðfélög-
unum. Þetta atriði skiftir hér minna máli en sú staðhæfing,
að framleiðslan eftir núverandi fyrirkomulagi sé stjórnleysi
(Atiarki). Þó hana vanti æðri stjórn, sem ákveður hvað skuli
hamleiða og hvað ekki, þá hefur hún mjög þýðingarmikinn
'nælikvarða fyrir því: markaðsverðið. Einmitt af því, aÖ fram-
kiðendurnir alt af láta stjórnast af hagsmunavonum sínum,
verða þeir að taka nákvæmt tillit til þarfa og óska neytend-
auna, og markaðsverðið er í því tilliti ólýginn leiðarvísir. Ef
ifamleiðsla og framboð einhverrar vöru er orðið meira en
eftirspurnin, fellur verð hennar. Þessir framleiðendur munu
tví snúa sér að einhverri annari framleiðslu, sem nú er arð-
vænlegri, en markaðsverðið sker úr því, hver sú framleiðslu-
9rein er. Náttúrlega er slíkum breytingum á uppistöðu fram-
leiðslunnar takmörk, já tiltölulega þröng takmörk sett, og þær
^refjast ætíð nokkurs tíma. Einnig hafa þær meiri eða minni
fiáreyðileggingu í för með sér. En það er í beinni andstöðu
við lögmál viðskiftanna að auka þá framleiðslu, sem er undir-
0rPin stöðugu verðfalli á markaðnum. Það er því ekki hægt,
j^mur heldur ekki fyrir nema í einstöku tilfellum, og takmörk-
111 — framleiðslukostnaðurinn — eru alt af tiltölulega þröng.
Eins og nú var sýnt fram á, er markaðsverðið öruggur