Eimreiðin - 01.07.1932, Blaðsíða 200
EIMREIÐIN
Ritsjá.
Geir H. Zoéga: ENSK-ÍSLENZK ORÐABÓK. Þriðja útgáfa aukin,
Rvík 1932 (Bókav. Sig. Kristjánssonar). Önnur útgáfa af þessari ágS*u
orðabók hefur verið ófáanleg í bókaverzlunum um skeið. Hún hefur geng'ð
kaupum og sölum manna á milli fyrir miklu hærra verð en hún kostaði,
ítundum fyrir 30 kr. eintakið, því án hennar er skólafólki og öðrum, sem
ensku nema og nota, nær ókleift að vera. Með þessari þriðju útgáfu er
því bætt úr bráðri þörf. Útgáfan er mikið aukin bæði að orðaforða, nýiunl
þýðingum og skýringardæmum. Hafði höfundurinn, Geir heitinn Zoéga’
rektor, lokið við að ganga frá handritinu að henni, þegar hann lézt
apríl 1928), en Þorsteinn Þorsteinsson hagstofustjóri hefur séð um útgáfw13,
Eins og lætur að líkindum um jafnorðauðugt mál og enskan er’
hefur reynst óldeift að taka í bók þessa, sem bundin var við ákveðna
stærð (44 arkir), nema nokkurnveginn algeng orð. Hér vantar auðvit*
fjölda orða, bæði iðnfræðileg og úr ýmsum öðrum sérgreinum, en einmS
allmörg úr daglegu tali. Ekki hefur heldur reynzt fært að taka allar þý^
ingar orða, sem þó er að finna í bókinni. Hefði það lengt hana um 0 •
Eg tek til dæmis af handahófi orðið dicky, sem hér er aðeins þýtt me.
þjónssæti (á vagni), en þýðir annars bæði asni, ermalaus svunta, forkl^1’
baksæti á vagni og fugl, eða orðið jemmy — innbrotsjárn, er þýðir l''13
steikt kindarhöfuð og yfirfrakki. Þá vantar einnig eðlilega mörg orð, sem na
fengið sérstaka merkingu síðan á stríðsárunum, orð eins og aircraft, anti'3'1
craft, Bertha eða big Bertha, boarding-steamer, Boche, shell-s‘l°t ’
Television o. s. frv. Slíkum orðum sem þessum bætir enskan við sig ar
Iega í tuga- og hundraðatali, og gömul orð fá nýja merkingu. Til ÞeS*
að fylgjast með slíku þurfa orðabækur að vera bæði stórar og koma
út. Hlutverk Geirs-bókar hefur verið að greiða fyrir enskunámi hér
landi, og það hlutverk hefur hún leyst. Enginn hefur betur en n
undur hennar stuðlað að aukinni þekkingu á enskri tungu. Ensku
námsbók hans og orðabækur munu enn um Iangt skeið verða t>e
tækin fyrir okkur Islendinga til að öðlast undirstöðugóða mentun i P
útbreiddasta tungumáli veraldarinnar.
Halldór Kiljan Laxness: FUGLINN í FjÖRUNNI — pólifísk ástar'
saga, Rvík 1932 (Bókadeild Menningarsjóðs). , u
Skáldsaga upp á 360 blaðsíður er út af fyrir sig viðburður í íslen2