Eimreiðin - 01.07.1932, Blaðsíða 209
ÍIMREIÐIN
RITSJÁ
441
«inn (sumir segja heröablaö úr manni og 3 blóðdropar)", en samkvæmt
handriti E. G. er þaö aðeins „lítil blóðlifur og eitt mannsherðablaö með
sati á, svo sem eftir hnífsodd", sem eftir varð í hempunni. Er fróðlegt
að bera saman hvernig ímyndunarafl fólksins stækkar og litar hina upp-
haflegu mynd sagnanna um leið og þær berast í munnmælum manna á
milli og frá einni kynslóð til annarar. Þjóðsögur og munnmæli er ótæm-
andi náma fyrir alla, sem vilja kynnast þjóðfræði, sálarfræði og menn-
■ngarsögu kynslóðanna. Það er því þarft verk að halda slíkum sögum
1*1 haga, og eiga þeir allir þakkir skilið, sem að Grímu standa, fyrir á-
huga sinn fyrir dulrænum fræðum og þjóðlegum.
ISLANDICA, Vol. XXI, THE CARTOGRAPHV OF ICELAND by
Halldór Hermannsson, Ithaca 1931 (Cornell University Library). Höfund-
Urinn hefur tekið sér fyrir hendur með þessari bók að rekja sögu land-
hortagerðar af Íslandi frá elstu^tímum og fram til vorra daga. Er hér um
mikið verk og vandasamt að ræða, en höfundurinn virðist hafa leyst
Það með þeirri nákvæmni og gerhygli sem einkent hefur fyrri ritstörf
hans í þágu íslenzkra fræða. Bókinni fylgja margir uppdrættir og mynd
®f Birni Gunnlaugssyni, brautryðjandanum að kortlagningu landsins. Höf-
undurinn rekur þá þróun, sem uppdrátturinn af landinu hefur tekið frá
fcví fyrst að vera að eins afskræmd mynd, sem hvergi nálgast það rétta,
því er snertir legu landsins, lögun og stærð, og þangað til hann er
orðinn eins og vér eigum hann nú. Það má geta þess hér mönnum til
fróðleiks, að eftir því sem höfundurinn skýrir frá, er ísland sýnt í fyrsta
sinni með nafni á landabréfi frá 10. eða 11. öld, sem geymt er í Brezka
safninu (British Museum) í Lundúnum. Er uppdráttur sá harla ófullkom-
mn. Fyrir íslenzka fræðimenn, sem leggja stund á landfræðilega sögu
iandsins, ætti bók þessi að vera kærkomin.
QRÆNLANDSMÁLIÐ. Norska tímaritið Samtiden hefur nýlega helg-
a5 Grænlandsmálinu nálega að öllu leyti rúm heils heftis (6. hefti 1932),
sern Eimreiðinni hefur verið sent til umsagnar. Flytur heftið þessar rit-
Serðir um Grænlandsmálið, eins og það horfir nú við frá norsku sjón-
armiði:
Danmark, Norge og Grönland eftir C. Marstrander, prófessor.
Nordmenn pá Grönland eftir dr. A. W. Brögger, prófessor.
Ostgrönlands historie eftir dr. W. Werenskiold, prófessor.
Norges rettslige stilling i Grönlandssaken eftir dr. Adolf Lindvik,
Prófessor.
Grönlandskonflikten for Haag-domstolen eftir Robert Redslob, pró-
fessor við háskólann í Strassborg, og er það þýðing á grein prófessors-
ms í „Journal des Nations" 1931, þar sem hann tekur algerlega málstað
Norðmanna í deilunni við Dani út af Grænlandi.
Því verður ekki neitað, að Norðmenn halda vel á málstað sínum í
Sfeinum þessum, hvernig svo sem endanleg úrslit Grænlandsmálsins