Eimreiðin - 01.07.1932, Blaðsíða 100
332 HLUTAFÉTAGIÐ EPISCOPO eimreiðiN
um, að ég væri ég sjálfur. Oft virtist mér sem ég hefði tapað
persónueðli mínu, að ég væri orðinn annar maður. — Hví*
líkur leyndardómur eru ekki taugar mannanna!
Ég skal nú verða stuttorður. Ginevra kvaddi okkur kvöld
eitt. Hún lýsti því yfir, að hún vildi ekki vera lengur vinnu-
kona og að hún yfirgæfi okkur. Hún sagðist vera hálflasin
og að hún færi nú til Tivoli r). Þar yrði hún nokkra mánuði
hjá systur sinni. Að skilnaði kvöddu allir hana með handa-
bandi. Og hún sagði brosandi við alla:
»Verið þið sælir! Verið þið sælir!«
Við mig sagði hún hlæjandi:
»Við erum trúlofuð, herra Episcopo. Gleymið því ekki<-
Það var í fyrsta skifti, sem ég kom við hana, í fyrsta skifh.
sem ég horfði í augu hennar í því skyni að sjá hvaða mann-
eskju hún hefði að geyma. En hún var mér ráðgáta eftir
sem áður.
Næsta kvöld var dapurlegt við kvöldverðinn. Það var eins
og allir hefðu orðið fyrir vonbrigðum.
Wanzer sagði:
»Samt sem áður var hugmynd Hobertis ekki slæm*.
Við þetta sneru nokkrir gestanna sér til mín og héldu
áfram heimskulegri stríðni.
Félagsskapur þessara asna varð óþolandi fyrir mig. Samt
sem áður reyndi ég ekki til þess að yfirgefa þá. Ég hélt
áfram að koma í þetta hús, þar sem hið óljósa og ljúfa hug-
myndaflug mitt fékk næringu mitt í masinu og hlátrunum-
Svo vikum skifti naut ég þess, sem er unaðslegast og sterk-
ast í kvölum ástarinnar. Á tuttugasta og níunda árinu vakn-
aði í sál minni einskonar seinþroska æska, sem kom mér að
óvörum, með öllum sínum óljósu þrám og blíðu, og öllum
tárum æskuáranna . . .
Ó! herra, getið þér hugsað yður, að þetta kraftaverk 9er'
ist hjá veru, sem er eins og ég, gömul, spilt og skrælnuð
inn að instu taugum? Hugsið yður blóm, sem springi út að
öllum óvörum, á endanum á dauðri grein.
Annar, mjög einkennilegur atburður, sem ég hafði ekki
1) Gamall smábær, nálægt Róm.