Eimreiðin - 01.07.1932, Blaðsíða 97
E>MREIÐ1N HLUTAFÉLAGIÐ EPISCOPO 329
Þér þjáist, yður finst þjáning yðar vera ný, að enginn hafi
fundið til þeirrar þjáningar áður. Þér njótið, og yður finst
nautn yðar vera ný, að enginn hafi fundið til þeirrar nautnar
áður. Villa, tálsýn. Alt hefur verið lifað, alt hefur komið fyrir
nður. Sál yðar er mynduð úr þúsund, hundruðum þúsunda
brotum sálna, sem hafa lifað lífinu frá vöggu til grafar, sem
^afa skapað öll fyrirbrigði, sem hafa séð öll fyrirbrigði.
Skiljið þér hvert ég er að fara? Hlustið þér vel á mig, því
tað sem ég segi er sannleikur, sannleikur, fundinn af manni,
Sem árum saman hefur sífelt horft inn í sál sína, einn á meðal
^annanna, alt af einn. Hlustið þér vel á mig, því það er
Sannleikur, enn þá mikilvægari en þær staðreyndir, sem þér
viljið þekkja. Þegar . . .
I annað sinn? Á morgun? Hvers vegna á morgun? Þér
viljið þá ekki, að ég útskýri fyrir yður hugsun mína?
Æ, staðreyndir, staðreyndir, alt af staðreyndir! En stað-
^yndirnar eru ekkert, þær tákna ekkert. Það er nokkuð til
1 heiminum, herra, sem hefur miklu meira gildi.
]aeja, hérna er önnur gáta. Hvers vegna líktist hin raun-
Verulega Ginevra næstum því að öllu leyti myndinni, sem
^irtist svo skýrt í huga mér? En tölum ekki um það. —
Eftir þriggja eða fjögra daga fjarveru kom hún aftur inn í
salinn með súpuskálina. Gufan úr skálinni var eins og hjúpur
Utn andlit hennar.
]á, herra, hún var vinnukona, sem gekk um beina fyrir
skrifstofumenn.
Hafið þér séð hana? Hafið þér þekt hana? Hafið þér
talað við hana? Hefur hún talað við yður? ]æja, þá er eng-
uin efi lengur, þér hafið fundið til skyndilegs og óskiljanlegs
°fóa, ef hún hefur snert hönd yðar.
Állir karlmenn hafa girnst hana. Allir girnast hana, allir
sffemta sér við hana, Þeir munu alt af skemta sér við hana.
^anzer er dáinn, en hún mun eignast annan friðil, hún mun
e'Snast hundrað aðra friðla, alt þangað til fram í elli, alt
bangað til tennurnar detta úr henni. Þegar hún gekk eftir
Sotunni, þá sneri prinzinn sér við í vagni sínum, og betlar-
lnn stanzaði, til þess að horfa á hana. í augum allra hef ég