Eimreiðin - 01.07.1932, Blaðsíða 90
322
HLUTAFÉLAGIÐ EPISCOPO
eimreiðin
aldrei geta sagt yður það. Enginn faðir mun nokkru sinni
geta sagt yður það — enginn.
Á því augnabliki sem þeir komu inn í herbergið, til þesa
að fara með mig í burtu, voru þá ekki fötin hans þarna a
stólnum við rúmið? Hvers vegna hugsaði ég ekki um annað
en skóna? Hvers vegna leitaði ég kvíðafullur að þeim undir
rúminu? Mér var þá innanbrjósts eins og hjarta mitt mynd>
bresta, ef ég fyndi þá ekki. Hvers vegna faldi ég þá, eins og
dálítið af lífi hans hefði leynst eftir í þeim. Ó! þér getið ekk>
skilið það.
Suma vetrarmorgna, þegar skólinn átti að fara að byrja • • •
Vesalings barnið hafði bólgna fætur. Á veturna voru fæturnir
hans eitt sár, það blæddi úr þeim. Eg setti á hann skóna,
ég setti þá sjálfur á hann. Ég kunni það svo vel! Því n»st
beygði ég mig niður, til þess að reima þá, og ég fann a^
hann studdi höndunum skjálfandi af kulda á axlir mér. ES
fór mér þá hægt. En þér getið ekki skilið það.
Hann átti að eins eina skó, þegar hann dó. Ég tók þá fra
honum. Vissulega hefur hann verið grafinn þannig sem hann
var búinn, eins og vesæll fátæklingur. Elskaði nokkur hann,
nema faðir hans?
Á hverju kvöldi núna tek ég báða skóna og set þá hvorn
hjá öðrum á þröskuldinn. Ég ætlast til þess að hann taki þa-
Skyldi hann sjá þá, þegar hann gengur þar fram hjá? Ef
vill sér hann þá, en snertir ekki við þeim. Ef til vill veit
hann að ég yrði vitskertur, ef ég fyndi þá ekki á morgnana»
hvorn við annars hlið á venjulegum stað ...
Þér haldið að ég sé brjálaður? Er það ekki? Las ég
í augum yðar . . .? Nei, herra, ég er ekki genginn af vitinu
enn þá. Alt það, sem ég segi yður, er sannleikur. Það er ah
satt. Hinir dánu ganga aftur.
Stundum kemur hinn líka. Hvílík ógn! Ó, hvílík ógn!
Sjáið þér til. Heilar nætur hef ég skolfið, eins og ég skelf
núna. Tennurnar hafa glamrað í munni mér, án þess að eð
gæti nokkuð gert. Ég hef haldið, að skelfingin ætlaði að gera
út af við mig. Ég hef fundið, að hárin hafa risið á höfði mer’
þráðbein eins og nálar. Er ekki hár mitt snjóhvítt? Það er
hvítt. Er það ekki, herra?