Eimreiðin - 01.07.1932, Blaðsíða 147
eimreiðin
KRAFTUR LÍFSINS
379
bessari manndráps-kænu, sem þeir drukknuðu af árið áður
^ogs-feðgar fveir. Hann morraði þar í miðju kafi, og Sæunn
hékk á honum.
Páll og krakkarnir voru horfin og sáust aldrei framar, því
útfallið bar þau fram á fjörðinn og þau rak aldrei.
Skriðurinn minkaði nú á bátnum, og Sigurður Magnússon,
sem sat fram í á hlé, því við vorum komnir út fyrir kænuna,
íagði inn og bjóst til að draga Sæunni upp í. Hún lítur þá
á okkur og hrópar: »Látið þið mig vera, bjargið þið bless-
uðum börnunum mínum, börnunum mínum!* Hún endurtók
það hvað eftir annað. Og þegar Sigurður hallar sér út og
ætlar að ná í hana, þá tekst henni einhvern veginn að reka
fótinn í kinnung bátsins, svo framstafninn hrekkur frá henni,
en Sigurður steypist út. Eg sat miðskipa á hlé, næ í Sigurð
strax, en í því slær skutnum að kænunni, og faðir minn grípur
í Sæunni. Við það og hitt, að ég hékk í Sigurði, hallar bátn-
Unt svo að hann sýpur á og hálf-fyllist.
Það vill til að piltarnir eru öllu vanir, alt afbragðs sjó-
menn, og eru ekki lengi að snara sér yfir í hitt borðið og
drasla Sigurði inn. Faðir minn, sem hafði slæmt tak á Sæ-
Unni, hangir þó í henni.
»Sleptu mér«, hrópaði hún, »fyrst börnin eru farin, þá vil
ég fara líka«.
»]æja«, svarar faðir minn, »ég býst nú við að verða að
sleppa þér, því ég hef ekkert tak á þér«. En í sama bili sveif
báturinn til, svo faðir minn náði betra taki á henni. Hann
snéri henni við í sjónum, og ég sá andlitið náfölt og ofboðslegt.
*Á ég þá að sleppa?« sagði faðir minn og var æði brúna-
þungur.
»Nei, í ]esú nafni, bjargaðu mér«, sagði Sæunn. Þá virtist
niér bregða fyrir ofurlitlum vott af brosi á andliti föður míns.
Svo dró hann Sæunni inn í bátinn, og við rerum í land, með
^ænuna í eftirdragi. —
Sæunn hefur aldrei farið frá Vík síðan, og ég man ekki
til þess að henni hafi nokkurn tíma orðið misdægurt, öll þessi
ár, fyr en nú. Hún hefur aldrei verið nein dugnaðarmanneskja,
enda lét faðir minn hana vinna það, sem hún vildi, og allir
vorkendu henni fyrst í stað og það lengi. Eg veit samt ekki