Eimreiðin - 01.07.1932, Blaðsíða 183
EIMREIÐIN
KREUTZER-SÓNATAN
415
UPP angistaróp og kom æðandi til hennar. Þá kastaði ég
rýtingnum og gekk út úr herberginu.
S’Það er um að gera að láta sér ekki bregða, en muna
alt af hvað maður gerir!« sagði ég við sjálfan mig um leið
°S ég fór, án þess að virða hana eða barnfóstruna viðlits.
Fóstran hélt áfram að æpa hástöfum og kallaði á þern-
nna. Ég gekk inn ganginn, sendi þernuna inn til þeirra og
fór svo inn í skrifstofu mína.
»Hvað á nú að gera?« spurði ég sjálfan mig. Og án þess
að hugsa mig um gekk ég rakleitt að veggnum, þar sem
u°pn mín héngu, tók skammbyssu og lagði hana á borðið,
eftir að ég hafði fyrst gengið úr skugga um að hún væri
hlaðin. Svo tók ég upp slíðrin, sem dottið höfðu upp fyrir
le9ubekkinn, og sat lengi með þau í höndunum, án þess ég
hussaði um nokkurn skapaðan hlut eða mintist þess sem
Serst hafði. Ég heyrði hlaup og köll, einhver kom fram í
forstofuna og svo einhver annar stuttu síðar. Ég heyrði, að
le9or drógst með eitthvað, sem ég vissi, að mundi vera ferða-
koffortið mitt, hann rogaðist með það alla leið inn til mín,
eins og þess væri nú helzt þörf á þessari stundu!
«Hefurðu heyrt hvað komið hefur fyrir ?« sagði ég við hann.
lSegðu vinnumanninum að fara og skýra lögreglunni frá því«.
Hann fór án þess að segja orð. Ég stóð á fætur til þess að
l°ka hurðinni á eftir honum og fleygði mér síðan á legu-
^ekkinn og kveikti mér í vindlingi. En ég var ekki hálfnaður
^ueð að reykja hann þegar ég steinsofnaði.
Eg mun hafa sofið í röska tvo klukkutíma, og ég man, að
m>9 dreymdi, að hún og ég værum aftur orðnir góðir vinir,
Ulð hefðum að vísu orðið ósátt, en alt væri að komast í samt
^S- Ég vaknaði við að einhver barði að dyrum.
»Það er sjálfsagt lögreglan*, hugsaði ég. Ég hef víst
Eamið morð. Kannske er það líka hún sjálf, sem er að berja,
°9 ekkert um að vera«.
Aftur var barið að dyrum. Ég svaraði ekki fremur en áður,
t>uí ég var önnum kafinn við að velta því fyrir mér hvort
n,°kkuð hefði borið við eða ekki. ]ú, eitthvað hafði gengið á.
^■g mintist þess alt í einu, hvernig ég hafði stungið rýtingn-