Eimreiðin - 01.07.1932, Blaðsíða 77
ElMREIÐIN
FRÁ RIO DE JANEIRO
309
Fjallið Corcovado, við Rio de Janeiro, og Botofagoflóinn.
líumenn á sér litla útskorna tréhönd, sem er oft fyrsta gjöf móð-
urinnar til barnsins síns. Slíkur verndargripur nefnist »fica«, og
lafnvel svertingjar og Indíánar, sem búa langt inni í landinu,
hafa hangandi í húsum sínum stóra ruddalega gerða tréhönd,
Sem höggvin er af trjástofni og á að tákna slíkan verndargrip.
1 Rio er fagurt, enda er þar og lífsgleði á háu stigi. Það feg-
Ursta í þessum heimi telja menn að sé sú sýn, sem ber fyrir
augun á því augnabliki sem komið er upp á hæsta tindinn á
^iallinu Corcovado. Rio de Janeiro liggur Ijómuð af sólar-
'iósinu langt niðri undir fótum manns, en blár flóinn blasir
Vlö, þar sem stór úthafsgufuskip liggja og minna á smáa leik-
^angabáta frá æskuárunum. Hér og hvar eru grænar eyjar
uieð vaggandi pálmaviði, en í fjarlægð sjást fjöllin bláleit í
tokuslæðu, strandlengjan með lýsandi sandræmu og úthafið,
syo langt sem augað eygir. Ef Rio hefði verið til, þegar
óiöfullínn steig upp á fjallið og benti freistandi á fegurð og
a9æti heimsins, mundi hann hafa valið fjallið Corcovado öll-
u,u öðrum fjallatindum fremur á þessari jörðu.
I brosandi mannfjöldanum, sem síðdegis berst gegnum
^venida Rio Branco, og í takmarkalausri viðhafnarbíla-
Vuiferðinni eftir steinlögðum strætum, mætist hið blómlegasta,
Seiu til er í Brasilíu af kvenlegri fegurð og æsku. Og hér