Eimreiðin - 01.07.1932, Blaðsíða 48
280 KREPPAN OQ LÖGMÁL VIÐSKIFTANNA eimbeiðiW
í eðli sínu er neyzla kornmatar ákaflega stöðug (unelastisch)■
Verðsveiflur hafa tiltölulega lítil áhrif á neyzluna. Jafnvel við
alment hækkandi verð getur brauðneyzlan stígið, því að brauð-
ið er þó oftast einna ódýrasta matvaran. Aftur á móti er
verðið afarnæmt fyrir breytingum á framboðinu, þar sem her
er um að ræða almenna neyzluvöru, sem auk þess er heimS'
markaðsvara og gengur kaupum og sölum í kauphöllunum-
Við aukið framboð lækkar því verðið mjög fljótt og tilfinnan-
lega, — og öfugt. Vegna þess hve neyzla kornsins er stöðugf
eykst hún þó heldur ekki að ráði þó verðið lækki, minsta-
kosti ekki til manneldis. Þar af leiðandi er svona stórstiff
aukning framleiðslunnar í rauninni jafnframt offramleiðsla-
Móti auknu framboði stendur ekki aukin eftirspurn, en þa^
sést bezt á verðfallinu. — Þvert á móti. Neyzla korns og
þar með eftirspurnin eftir því fer, af ýmsum ástæðum, mink'
andi. Fyrst og fremst stuðla breyttar neyzluvenjur að þessu-
Um leið og neyzla kornmatar fer minkandi, vex á hinn bóg*
inn neyzla ýmsra verðmeiri matvæla tiltölulega, t. d. graeU'
metis og ávaxta úr jurtaríkinu, smjörs, mjólkur og eggja ur
dýraríkinu. Ætti þessi þróun að spá góðu fyrir framtíð kvik'
fjárræktarinnar. í Þýzkalandi og Englandi er neyzla korn-
matar um 10 °/o og í Bandaríkjunum 12—15 °/o minni a
hvert mannsbarn en fyrir ófriðinn mikla. Við aukningu véla*
vinslunnar í landbúnaðinum minkar eðlilega kornnotkunin her
bæði til manna- og dýraeldis að miklum mun, þar sem verka*
fólki og dráttardýrum fækkar stórum. Raunar kemur fyrver-
andi verkafólk landbúnaðarins fram sem neytendur annar'
staðar, og alidýraræktin krefst ef til vill meiri fóðurneyzlu'
Hinsvegar er hin síminkandi fjölgun íbúanna í flestum lönd-
um óhagstæð fyrir þróun landbúnaðarins. Einkum mun Þa^
koma greinilega f ljós í framtíðinni.
Á frjálsum markaði hefði þessi aukning framleiðslunnar
þegar valdið hinum stórkostlegustu breytingum á uppistöðu
heimsviðskiftanna. Við aukið framboð fellur verðið þangað ti
framboð og eftirspurn eru jöfn, þangað til jafnvægi er aftur
komið á. Ósamkepnifærustu framleiðendurnir verða að sker-
ast úr leik. Ef nú neyzlan, eins og í þessu tilfelli, vex lítið,
þrátt fyrir verðfallið eða eftirspurnin stendur í stað, verða