Eimreiðin - 01.07.1932, Blaðsíða 103
E'MREIÐIN
HLUTAFÉLAQIÐ EPISCOPO
33&
^yrnar heima hjá mér, til þess að tala við mig? Ef hann
biði eftir mér í dimmum stiganum?* Ég varð hræddur og
snéri mér við tvisvar eða þrisvar, til þess að vera viss um,
enginn væri á eftir mér. Ég leitaði mér hælis á kaffi-
húsi einu.
^að var orðið mjög áliðið, þegar ég réð af að halda heim
a leið. Við hvað, sem ég sá, við hvaða hljóð sem var, hrökk
E9 dauðskelfdur við. Mér virtist maður, sem lá í skugganum
ú gangstéttinni, vera liðið lík.
»Æ! hversvegna drap hann sig ekki? Hversvegna hafði
^ann ekki hug í sér, til þess að drepa sig. Það var þó hið
e'na, sem hann gat gert«. Og mér varð það ljóst, að ég
hefði orðið fegnari tíðindunum um dauða hans en flótta.
Eg svaf lítið og órólega, en næsta morgun, jafnskjótt og
gluggarnir höfðu verið opnaðir, barst að nýju um mig ró-
Semdartilfinning, það var undarleg tilfinning, sem þér getið
ekki skilið, af þvi að þér hafið aldrei verið þræll.
A skrifstofunni fékk ég nákvæmar upplýsingar um flótta
^anzers. Hann var sakaður um mikla óreglu í reiknings-
færslu — og fjárdrátt, þar sem hann hafði starfað í eitt ár.
^að hafði verið gefin út skipun um að taka hann fastan, en
hafði engan árangur haft. Nokkrir þóttust vita, að honum
^efði hepnast að komast undan á öruggan stað.
Héðan í frá, þegar ég var orðinn viss um, að ég væri
^iáls, lifði ég ekki nema fyrir ást mína, fyrir leyndarmál mitt.
^að var eins og ég væri í afturbata. Mér fanst líkami minn
Vera léttari og ekki eins leiðinlegur og að venju. Ég grét.
Ég var blíður og dapur í skapi síðustu dagana í marz og
Arstu dagana í apríl. Nú, þegar ég dey, sættir minningin um
^ssar stundir mig við það að hafa fæðst.
^essi eina minning nægir, herra, til þess að ég fyrirgefi
^óður Ciros, konunni, sem hefur verið svo vond við mig.
^er, herra, þér getið ekki skilið hvers virði það er, fyrir for-
nertan mann og spiltan af þjáningum og óréttlæti, að sjá sína
e‘9in góðvild, sem hefur legið hulin, koma í ljós, að finna
uPPsprettu ástúðar inst í sál sinni. Þér getið ekki skilið það, og
^ til vill getið þér ekki trúað því, sem ég segi. ]æja, ég segi
Pað samt sem áður. Það koma þau augnablik fyrir, þegar