Eimreiðin - 01.07.1932, Blaðsíða 212
444
RITSJÁ
eimreiðin
Bezl tekst I. S. upp þegar hann heldur sér við staðreyndir og IÝs,r
heimspólitíkinni með öllum viðsjám hennar og brögðum jafnt í friöi
og stríði. í heild sinni lýsir og bókin æfðum rithöfundarhæfileikum,
hugkvæmd og skipulagskend. Ef menn lesa hana þannig, að hugsa sér
ísland í staðinn fyrir heiminn, stjórnmálaflokkana í stað heimsríkjanna
o. s. frv., þá get ég hugsað að bókin geri gagn og að hún örvi óflokks-
bundna hugsun um ríkismálefni vor.
SEVÐISFJÖRÐUR. — Verzlunarmannafélag Seyðisfjarðar hefur gefiö
út ritling í bókarformi um kaupstaðinn, til að kynna hann hér á landi oS
erlendis sem hentuga stöð fyrir siglingar og viðskifti. Ritið er á fjórum
málum — íslenzku, ensku, þýzku og norsku, prentað á góðan papPir
og skreyft mörgum myndum. — Bent er fyrst og fremst á hin ág*tu
hafnarskilyrði, sem vart eiga sinn líka hér á landi. Gera þau Seyðis-
fjörð að sjálfsagðri siglingahöfn og stöð fyrir viðskifti og samgöngur a
sjó. Aðalvandræðin hafa verið samgöngurnar á landi. En nú sýnist líha
vera að skapast Iausn á því máli með því, að bílfært mun mega gera l^
Héraðs fyrir einar 10—20 þús. kr. — Þegar það er orðið, sem vænt'
anlega ætti að verða á næsta sumri, er Seyðisfjörður í allra vitund aftur
orðinn að höfuðstað Austurlands. En um það hefur tvímælis orkað um
20 ára skeið nú fyrirfarandi, eða síðan Fagradalsbrautin var opnuð oS
setti Héraðið í samband við aðra höfn, Búðareyri við Reyðarfjörð.
Þetta, að hafa enga aðalmiðstöð vissa, engan höfuðstað eins og himr
landshlutarnir, hefur skaðað Austurland stórkostlega og gert það að út-
kjálka í augum Iandslýðsins. Það hefur rutt braut fyrir dreifingarstef11'
una, sem nú á dögum þýðir ekkert annað en uppvisnun þjóðlífsins, Þal
sem allur vöxtur fer nú fram í formi samþéttingar allra lífsskilyrða °S
einbeitingar félagskraftanna á sem fæstum stöðum. — Seyðisfjörður hef'
ur ýms fleiri góð skilyrði en þau er að sjónum vita. Virkjanlegt fossa^
er þar meira en á nokkrum hinna fjarðanna og ræktunarskilyrði ág®’’
enda kominn þar góður rekspölur á túnrækt og garðrækt á síðari árum-
h. ;•
Önnur rit, send Eimreiðinni:
Árbók Háskóla íslands, 1929—30. Fylgirit: Die Mediageminata i>n
lándischen eftir Alexander Jóhannesson, Rvík 1932.
Ársrit Nemendasambands Laugaskóla, 7. ár, Ak. 1932.
Ársrit Vélstiórafélags íslands 1932, Rvík 1932.
Skuggsjá, II. ár, 3. hefti, Rvík 1932.
Barnaheimilið Egilsstaðir eftir Gunnlaug Einarsson lækni. (Sérpr-
Lbl. 5,—b. tbl. 1932).
Heilsufar í Akureyrarhéraði eftir Steingrím Matthíasson lækni.
Skýrsla um Alþýðuskólann á Eiðum 1931 —1932.
Skýrsla Gagnfræðaskólans í Reykjavík 1931—1932.