Eimreiðin - 01.07.1932, Blaðsíða 74
306
FRÁ RIO DE JANEIRO
EIMREI£>iN
um saman í Brasilíu, og hafa einnig haft tækifæri til þesS
að kynnast öðrum löndum á hnettinum, líkja landinu stund-
um við Rússland, eins og það var fyrir ófriðinn mikla. Hvar-
vetna verða á vegi manns í Brasilíu ótæmandi auðsuppspre^'
ur og möguleikar til framtaks, svo og þroskaðar gáfur lands-
manna, til þess að hagnýta þá sér til nytsemdar, en þar er
líka feiknadjúp staðfest milli stétta, auðlegð og óhóf annars
vegar, og öreigalýðurinn hinsvegar. Þeir, sem eru gestkoffl-
andi í Brasilíu, verða þess daglega varir, að Brasilía er
landið þar sem lífsins er notið í ríkum mæli. Sem dæmi er
þess getið, að í einum hinna mörgu næturskemtistaða sitji ve
metinn borgari fjórar nætur vikunnar við fjárhættuspil, 09 .
ef til vill í það helmingi meira fé en handa hjákonu sinn>>
sem býr í skrautlegu húsi á Avenida Beira Mar, en útgjöH*n
til sjálfs heimilisins séu hverfandi hjá þessum tveim n*
gjaldaliðum.
Sá sem vill hefna sín á meðbiðli sínum, getur fengið Br3sl
líumann fyrir 100 milreis til þess að fara að honum a
næturlagi og stinga hann með hnífi; slíkt er gert &e
köldu blóði. En hafi einhver gert hinum sama manni gre$a’
þegar hann þurfti þess með, mun hann aldrei gleyma Þellfl
manni, og vera honum einlægur, svo lengi sem hann l*11 '
Litla floseygða Brasilíustúlkan, sem ráðin er á einhvern 9'e
væran skemtistað, þar sem hún syndgar áhyggjulaust seS
nætur vikunnar, málar andlit sitt mjög grandgæfilega á fösh*
dagskvöldum, setur upp bænræknisvip og gengur því n®s ,
eina af kirkjum borgarinnar. Hún hlustar þar hugfatiQ111 ^
hljóðfærasláttinn og hina undurfögru latnesku lofsöngva-
meðan sveiflast reykelsiskerin, og ljósin frá hinum stóru 3
ariskertum blakta kyrlátlega, en þegar prestarnir ganga ‘Vr
altarið í hinum dýrasta messuskrúða, biður unga meVlan
heilaga guðsmóður af einlægu hjarta um fyrirgefningu
ekki fyrir nætursyndir sínar, heldur á því, að hún í augna
bliks gremju misþyrmdi kettinum eða hnuplaði frá vinstu
sinni frönsku nagladufti. Hún dýfir smáu fingrunum í sS^
ina með vígsluvatninu, gerir krossmark fyrir sér og skun
ar því næst syndlaus á burtu, út í glaðværð og ljósaskr
borgarinnar.