Eimreiðin - 01.07.1932, Blaðsíða 105
EiMREIÐIN
HLUTAFÉLAGIÐ EPISCOPO
337
UnuRi? Sjást þess merki á andliti mínu, í orðum mínum?
Suarið mér í einlægni, kæri herra. Svarið mér.
Og ef ég ætti ekki að deyja? Ef ég ætti að Iifa lengi
eunþá, brjálaður á vitfirringahæli?
]á, ég játa það fyrir yður, að það óttast ég mest. Heyrið
]*er . . . að þeir komi báðir aftur að næturlagi. Einhverja
uóttina mun Ciro mæta hinum. Ég veit það, ég veit það fyrir-
fram. Og . . . hvað skeður þá? Reiði og vitfirring mun æða
Ulu í myrkrunum. Guð minn! Guð minn! A ég að enda líf
*»tt á þann hátt?
, Ofsýni, já, en líka annað. Það er auðvelt að segja það.
Ojá, það er auðvelt að segja það. — Það nægir að kveikja
a kerti til þess að ég liggi kyr og sofi vært. Já, já, á kerti,
aðeins kerti. Þakka yður fyrir, kæri herra.
Hvert erum við komnir? Já til Tivoli.
• . . Sterk Iykt af vatni með brennisteini í, og alt í kring
°líuviður, olíuviðarskógar, og með sjálfum mér finn ég til
tessarar einkennilegu frumlægu tilfinningar, sem smásaman
dreifist og eins og hverfur í storminum á leiðinni. Ég fer
uiður úr vagninum. Það er mannmargt á götunum. Það gljáir
a greinarnar í sólskininu. Klukkurnar hringja til tíða. — Ég
Ve't að ég muni mæta henni.
’Hæ! herra Episcopo! Eruð þér hérna?<
t'að er rödd Ginevru. Það er Ginevra, sem stend-
Ur fyrir framan mig með útréttar hendur. Ég verð utan
v'ð mig.
Hún horfir brosandi á mig og bíður eftir því, að ég
9eti komið upp einhverju orði. Getur það verið, að þetta
Se sama konan og sú sem snerist í gasbirtunni í kringum
borðið í salnum, sem var hálfdimmur af reyk ? Getur þetta
Verið hún?
Loksins get ég stamað út úr mér einni setningu.
Hún endurtekur:
*En hvernig stendur á því, að þér eruð hérna? Nú er
e9 hissa!*
*Eg kem til þess að heimsækja yður*.
»Þér munið þá eftir því, að við erum trúlofuð?«
22