Eimreiðin - 01.07.1932, Blaðsíða 125
E|MREIÐIN
ENDURMINNINGAR
357
^ann var nú fullur af fjöri og káfínu og talaði um heima og
Seima, en var með köflum nokkuð hvassorður um það, sem
onum líkaði miður vel. Hann hafði um þær mundir mikið
á Frímanni B. Anderson (sem eitt sinn var eigandi og
fitstjóri »Heimskringlu«), þótti hann vera afburða-gáfumaður
°9 námsmaður með afbrigðum. Fanst Hirti að hinir uppvax-
^ndi Islendingar hér vestan hafs ættu að rétta honum örvandi
ónd og fylgja hans dæmi í því að leggja alt kapp á að ná
sem fyrst hinni mestu og beztu skólamentun, því að undir
Py* væri framtíð íslendinga í þessu landi komin. Varð hon-
n*n mjög skrafdrjúgt um það efni, og var auðheyrt, að hann
efði brennandi áhuga á því að komast sem allra fyrst inn á
®ðri skóla (col/ege) og verða mikill lærdómsmaður. —
«áldið í honum var að vakna. Hann var þegar búinn að
esa ljóðmæli eftir ýms ensk skáld, og var mjög hrifinn af
Þeim William Woídsworth, Tennyson og Browning, en þó
e‘nna mest af John Keats (1795—1821); og man ég, að hann
afði oft yfir fyrstu vísuorðin í kvæðinu Endymion:
A thing of beauty is a joy for ever:
Its loveliness increases; it wili never
Pass into nothingness. — — — —
Hann hafði líka lesið mikið af íslenzkum skáldskap, og
anst honum á þeim árum einna mest koma til þeirra Matt-
'asar Jochumssonar, Gríms Thomsen og Bjarna Thorarensen.
°r hann oft með heil kvæði utanbókar eftir þá og bar þau
rain einkennilega vel, með snjöllum rómi. En honum fanst
Samt Bólu-Hjálmar vera allra íslenzkra skálda íslenzkastur
kraftmestur. Það voru hinar skýru myndir og líkingar í
•num hvassyrtu ádeilu-vísum Bólu-Hjálmars — er aldrei
mis‘u marks — sem Hjörtur Leó dáðist svo mjög að á þeim
arnm. Hann kunni einnig utanbókar fjöldann allan af kvæð-
Um> enskum og íslenzkum, því að næmið var afbragð og
,m'nnið traust. Og sjálfur var hann nú byrjaður að yrkja, en
ef samt fremur lítið á því bera.
A árunum 1896 til 1902 kom Hjörtur til mín á hverju
austi og dvaldi hjá mér nokkra daga í hvert sinn. Hann var
Þá orðinn skólakennari, og þótti honum það skemtilegt starf.
n hann hélt stöðugt áfram að menta sig með lestri góðra