Eimreiðin - 01.07.1932, Blaðsíða 148
380
KRAFTUR LÍFSINS
eimreiðin
hvort hún lók sér þetta mjög nærri, en alt af minnist hún
veru sinnar í kotinu með Páli og krökkunum, í allri eymd-
inni og vesældómnum, sem sinna mestu og einu sælustunda.
Síðustu árin hefur hún auðvitað, auminginn, ekki gert annað
en sofa og éta, eins og von er til, en þó aldrei kvartað um
neinn lasleika fyr en í gærkvöldi, að hún háttaði venju fyr
og sagðist vera veik. Konan mín hélt að það væri þetta, sem
er að ganga, eins og það víst er, velgdi ofan í hana mjólk
og hlúði að henni, og bað Siggu, sem sefur í næsta rúmi.
að hafa andvara á sér og líta eftir skarinu. í nótt kallaði
Sigga á mig og sagði, að kerling vildi finna mig. Eg sá þegar,
að hún var talsvert veik. Eg settist á rúmið hjá henni.
»Það er nú svona með mig, Jón«, sagði hún, »ég er nu
eins og hver annar aumingi. Það gerir ekkert til hvort eg
fer einum deginum fyr eða seinna«.
»Jæja, Sæunn mín«, sagði ég, »þetta getur nú batnað, en
annars megum við nú öll búast við því, að hver verði síð-
astur fyrir okkur gamla fólkinu*, sagði ég, eða eitthvað a
þá leið.
»Ojá, Jón minn«, sagði kerling, »það er ekki verið að þjóta
upp og sækja lækni til mín, þó ég sé við dauðans dyr, eins
og til hennar Gunnu í vetur, sem var orðin frísk eftir Þri^
daga. Sei-sei nei, við aumingjarnir verðum að deyja drottm
okkar hjálparlaust*.
Og þess vegna fór ég nú að ónáða þig, læknir góður*.
endaði Jón sögu sína.
»Það er svo sem ekki víst, að hún deyi úr þessu, kerlinga1"'
hróið, þótt líklega fari nú svo«, sagði ég.
»Nei«, sagði Jón, »því kraftur lífsins er mikill og voldugur*-
Þórir Bergsson.