Eimreiðin - 01.07.1932, Blaðsíða 170
402 MÆLINGAR SKÓLABARNA í REVKjAVÍK eimreiíjiN
börnunum, séu nákvæmlega réttar meðaltölur fyrir Reykja-
víkurbörn yfirleitt. Til þess eru börnin of fá (rúm 1200) og
mælingar of fáar. Því síður segja þær neitt um íslenzk börn
yfir höfuð. Það er alment álitið, að sveitabörn séu þroska-
meiri heldur en kaupstaðabörn. En það er ósannað. Til þesS
að fá fulla vissu um þetta atriði og ýms önnur atriði, sem
snerta þetla mál, þyrfti að framkvæma víðtækar og ábygg*'
legar mælingar um land alt.
En mælingarnar gefa alveg ótvíræða bendingu í þá átt, að
Reykjavíkurbörnin séu yfirleitt þroskaðri, bæði hærri og þyngr]>
heldur en jafnaldrar þeirra í Noregi. Börnin, sem mæld hafa
verið hér, hafa undantekningarlaust hærri meðaltölu. Stúlk-
t
urnar eru hér um bil V2 ári á undan jafnöldrum þeirra 1
Noregi, drengirnir nokkru meira. Ef það skyldi nú vera rétt
álitið, að sveitabörn séu þroskameiri en Reykjavíkurbörnin-
yrði þessi þroskamunur enn meiri íslenzkum börnum í vil.
Þetta er nú að vísu ekki annað né meira en það, sem
vita mátti fyrirfram eftir þeim mælingum, sem próf. Guðm-
Hannesson hefur gert. En það staðfestir reynslu hans og
getur gefið nokkurn grundvöll til að byggja á framhaldsrann-
sóknir á þessu sviði.
Síðara atriðið, sem ég vík hér að, er aftur á móti ný^>
hefur ekki verið rannsakað hér áður, svo ég viti. En það eJ
þess eðlis, að það þarf að rannsaka sem ítarlegast, og m*^J
svo fara, að sú rannsókn leiddi til breytinga nokkurra, bmð1
á skólahaldi og að öðru leyti.
II.
Vér Reykvíkingar erum vanir að gera ráð fyrir því,
börn vor »taki sumarbata* eins og kvikfénaðurinn. Vér telr
um sjálfsagt að útiloftið, sólskinið, frjálsræðið og lausn undan
skólafarginu hafi þau áhrif, að börnin taki miklu meiri þroskn
að sumrinu heldur en að vetrinum.
Þegar mælingar skyldu byrja síðastliðið haust, bjóst ég vl
að »sumarbatinn« kæmi greinilega í ljós hjá börnunum, seITJ
mæld höfðu verið 6 mánuðum áður, í apríl. Sumarið hafð1
verið óvenju sólríkt. Var því ástæða til að gera sér v°nir
um óvenju miklar framfarir.