Eimreiðin - 01.07.1932, Blaðsíða 182
414
KREUTZER-SÓNATAN
eimreiðin
rétt neðan við brjóstkassann og að rýtingurinn mundi sting-
ast á kaf. Og í sama vetfangi og ég veitti henni lagið vissi
ég, að ég hafði unnið voðaverk, verk, sem ég hafði aldrei
unnið áður, verk, sem mundi hafa hræðilegar afleiðingar. En
meðvitundin um þetta kom og hvarf eins og elding, og sam-
stundis eftir að ég varð mér þess meðvitandi hvað ég vaeri
að gera, framkvæmdi ég það. Meðvitund mín um verkið og
afleiðingar þess var undarlega skýr. Eg fann og man hvernig
lífstykkið varð fyrst fyrir hnífnum og svo eitthvað annað, og
hvernig hann síðan skarst inn í mjúkt holdið. Hún greip
hann báðum höndum og skar sig með því til blóðs á fingr-
unum, en gat ekki þar fyrir hindrað lagið.
Oft hugsaði ég um þetta atvik síðar og velti því fyrir mer
klukkutímunum saman í fangelsinu, eftir að gagngerð breyt-
ing var orðin á sálarástandi mínu og siðferðismeðvitund, og
dró ég þá upp í huganum nákvæma mynd af hverju sma-
atriði. Þannig mintist ég þess, hvernig ég varð mér þess
meðvitandi sem allra snöggvast rétt áður en ég framdi ódæðið>
að nú væri ég að því kominn að myrða konu, varnarlausa
konu, sem væri þar að auki eiginkona mín. Meðvitundin um
þetta var svo skelfileg, að ég minnist þess óljóst hvernig eg
flýtti mér að draga rýtinginn aftur úr sárinu í þeirri von að
ég gæti bætt úr því, sem orðið var, og komið í veg fyrir af-
leiðingarnar af banatilræðinu.
Eg stóð hreyfingarlaus og beið þess sem verða vildi
og hvort hægt væri að bæta úr því, sem orðið var. Þá stökk
hún alt í einu á fætur og hrópaði til barnfóstrunnar:
»Mascha! Hann hefur drepið mig!«
Barnfóstran, sem sennilega hefur vaknað undir eins við
hávaðann, stóð sem þrumu lostin í dyrunum. Sjálfur gat eg
ekki hreyft mig úr sporunum og vildi ekki trúa mínum eigiu
augum. En nú tók blóðið að vella í stríðum straum út undan
lífstykkinu, og þá fyrst sá ég, að það varð ekki aftur tekið,
sem ég hafði gert, enda félst ég á það með sjálfum mér,
það væri ekki annað en það, sem ég hefði sjálfur viljað og
neyðst til að gera. Ég stóð ennþá hreyfingarlaus, þangað »
hún steyptist áfram í legubekkinn um leið og barnfóstran ra