Eimreiðin - 01.07.1932, Blaðsíða 41
^imreibin kreppan og lögmál viðskiftanna
273
Unni, fjarlægjast verkalaunin því mjög hið virkilega ásigkomu-
la9 markaðarins. Framleiðslan rís ekki undir launagreiðslun-
nm. Sýnir það sig bezt í þeim framleiðslugreinum, þar sem
Verð framleiðsluvörunnar fellur mest, t. d. landbúnaðinum. Til-
^innanlegast verður þetta, ef markaðsmyndun verkalaunanna
er á einhvern hátt alvarlega skert. Mikilvæg orsök atvinnu-
leYsisins liggur því fólgin í óvarkárum launaráðstöfunum.
4. Samtök framleiðendanna.
I umræðunum um það, hvaða leiðir sé hægt að velja til
að vinna bug á kreppunni, ráðleggja sumir lækkun verka-
launanna — framleiðendurnir — aðrir — neytendurnir —
'ækkun neyzluvaranna. Það er engum vafa undirorpið að
launin eru sem stendur of há. Sést það bezt á því, að hið
°pinbera hefur orðið að hlaupa undir bagga með ýmsum
framleiðslugreinum og leggja fram nokkurn hluta launakostn-
aðarins, til að halda í þeim lífinu. Það þarf ekki frekari skýr-
ln9ar, að slíkar ráðstafanir eru aðeins skammgóður vermir,
en engin lausn kreppunnar. Eins víst og að launakostnaðurinn
er of hár fyrir framleiðsluna, svo augljóslega getur ekki verið
nnr neina launalækkun að ræða, án þess að verð neyzluvör-
nnnar lækki, því að annars mundi neyzlan fara minkandi,
lramleiðslan af þeim orsökum bíða nýjan hnekki, kreppan og
atvinnuleysið verða enn tilfinnanlegra. Þessar ráðleggingar og
ráðstafanir, sem hér um ræðir, eru einkar gott dæmi upp á
tað, í hversu óheilbrigt ásigkomulag viðskiftin nú eru komin.
Það er alveg búið að tapa áttavita sínum, markaðsverðinu á
lriálsum markaði. Þessar nefndu ráðstafanir og ráðleggingar
hafa allar hnitmiðaðar tölur á prjónunum, eins og læknir,
Sem gefur sjúkling bendingu um það, hvað margar matskeiðar
al einhverju lyfi hann á að taka inn á dag. Verkalaunin eiga
að lækka um svo og svo mörg prósent, neyzluvörurnar einnig,
eftir því sem þessum viðskiftaskottulæknum sýnist æskilegt,
lrá hagsmunapólitísku sjónarmiði sínu séð. Slíkar blekkinga-
lllraunir eru aðeins blint fálm út í loftið, en engin bjargráð.
^iðskiftalífið er alt of margþætt og óútreiknanlegt til að hægt
Se að stjórna því frá hásætum konunga eða skrifstofu stjórn-
arráðanna. Eina leiðin er að setja lögmál viðskiftanna, mark-
ís