Eimreiðin - 01.07.1932, Blaðsíða 128
360
ENDURMINNINGAR
EIMREIÐIN
ÞaÖ gildir enn um vaska og væna drengi,
að verkið hálfnað sé, þá byrjað er.
það gildir enn. — En heyr mér, íslenzkt eyra:
Er okkar verk þá hálfnað, eða meira?
í öðru minni Vestur-íslendinga segir hann:
»Unnumst þó og þráum
þjóðar vorrar sóma,
æsku og endurlífgun
allra hennar blóma.
Dátt er frelsi dýrkað,
draumsjón mörg og trylling. —
Gildir miklu meira
mannást, vit og stilling.
Oft í flaustur-ferðum
frelsi er þrældóm verra.
Vit þarf til að vilja
að vera eigin herra.
Hér er höndin, bróðir!
Hvar er þín á móti?
Léttast er að leiðast
lífs á ölduróti.
Þó Hjörtur fengi alla sína skólamentun í þessu landi, Þa
unni hann samt íslenzkri tungu af öllu hjarta og áleit hana
öllum þeim tungumálum fremri, sem hann þekti. Því til söm1
unar_vil ég koma hér með fáein vísuorð úr kvæðinu hans
»Minni íslenzkrar tungu«:
Vor göfga tunga, bergmál eins og alls
hins æðsta og bezta í vorri þjóðarsál!
Þú dullarfulli hreimur fjöru og fjalls,
þú feðra vorra bezta sverð og stál,
vort ættarband, er tengir sál við sál
og sögu vorrar lýsir heilög vé,
þú sverðsins gnýr og barnsins blíða mál,
vor bezta arfleifð, dýrast bræðrafé,
á meðan lýsir ljós, þér líf vort helgað sé?
Og aflið helzta, er veitir þrek og þor,
ert þú, vort forna, goðumborna mál.
Þú kveikir Oðins-eld og atorkunnar bál.
Lýs og fyll vor brjóst með bragnings-Iund,
þú bergmál lifs og dauða um þúsund ár!