Eimreiðin - 01.07.1932, Blaðsíða 144
376
AFVOPNUN 00 AUÐSHYGGJA
EIMREIÐIN1
að vera sem bezt viðbúnar ófriði, hvenær sem hann kann að
höndum að bera. En til þess þurfa vopnasmiðjurnar að vera
sem öflugastar og geta selt sem mest þar sem markað er
að hafa, og eru því alls ekki bundnar við föðurlandið. I Búa-
styrjöldinni drápu Búarnir brezka hermenn með brezkum
riflum. Og í stríðinu, sem staðið hefur í sumar milli Kínverja
og Japana, hafa Kínverjar varist með vopnum, sem japanskir
vopnaframleiðendur hafa selt þeim. Vopnaframleiðendur eru
hvorki háðir þjóðerni né föðurlandi. Þeirra starf er alþjóðlegt,
og þeir selja jafnt fjendum sem vinum, ef þeir geta. Hluthaf-
arnir '\ vopnaframleiðslu-fyrirtækjunum eru dreifðir um allan
heim. I Vickers-félaginu eru 80.000 hluthafar. í þessum mikla
skara eru menn af öllum stéttum, stjórnmálamenn, svo sem
ráðherrar og þingmenn, menn af lágum stigum og háum, þar
á meðal fjöldi presta. Allir eiga þessir menn það sameigin-
legt, að ágóðahluti þeirra vex við aukna sölu vopna. En á
meðan svo er ástatt og blöð, bankar og ríkisstjórnir eru undir
áhrifum þessara risavöxnu fyrirtækja, er vart að búast við að
mikið miði áfram í áttina til afvopnunar, þrátt fyrir friðar-
stefnur og fundahöld ár eftir ár.
Upplýsingarnar hér að framan eru eftir þeim tveim ritum
teknar, sem fyr var getið. Þjóðabandalagið gaf út skýrslu í
september 1931 um starfsaðferðir hergagnaframleiðenda, þar
sem færð eru full rök að því, að þeir vinni að því: 1) að
koma af stað ófriði, og fá stjórnir ríkjanna til að taka upp
herskáa stjórnarstefnu og auka hergagnabirgðir sínar, 2) reyni
að múta opinberum embættismönnum bæði heima og erlendis>
3) sendi út lognar skýrslur um hernaðaráform hinna ýmsu
ríkja, til þess með því að koma þjóðþingum og ríkisstjórnum
til að auka fjárveitingar til hermála, 4) reyni að hafa áhrif á
almenningsálitið með því að leggja undir sig blöð bæði heima
og erlendis, 5) hafi skipulagt alþjóðlega vopnaframleiðslu-
hringa og hafi tekist með því að auka framleiðsluna, en jafri'
framt að hækka verðið á hergögnum þeim, sem ríkisstjórnir
allra herskildra þjóða kaupa árlega.
Þjóðabandalagið hefur lagt mikla áherzlu á, að nauðsyn
beri til að skera fyrir rætur bölsins með því að hefja bar-
áttu gegn hergagna-hringunum. Fyrir því barðist Cecil lá'
varður, meðan hann starfaði í bandalaginu. En róðurinn virð-
ist ætla að verða þungur gegn gróðafíkn hinna mörgu, sem
eiga hagnaðarvon í þessum fyrirtækjum. Og orsökin er fyst
og fremst skeytingarleysi og fáfræði um hin huldu rök að
hernaðaræði nútímans, sem er óseðjandi auðshyggja IýðsinS-
Sv. S.