Eimreiðin - 01.07.1932, Blaðsíða 115
Eimreiðin FAGNAÐARERINDI HÚMANISMANS 347
Að sumu leyti má þuí segja, að hin frjálslynda trúarstefna
kafi brugðist vonum manna bæði fræðilega og áhrifum sín-
Um- í andlegum og siðlegum efnum hefur 'hún stefnt burt
{rá öllum föstum og ákveðnum kenningum og út í óvissuna.
Einn siðferðilegi greinarmunur góðs og ills hefur alt af orðið
ógreinilegri eftir því sem guðstrúin færðist meir í algyðis-
{orm, unz talið var, að guð væri í öllu, einnig syndinni, og
misti syndin sitt Kainsmark. Eftir að öll þessi hálfvísinda-
{ega guðfræði gliðnaði úr skorðum ákveðinna og hlutkendra
kenninga, hefur hún stöðugt verið að verða allri alþýðu
manna óskiljanlegri, og loks hefur afleiðingin orðið sú, að
jhrkjurnar hafa mist meir og meir vald yfir hugum almenn-
m9s. Nú er svo talið t. d., að hér um bil helmingurinn af
öllum íbúum Dandaríkjanna hafi engin trúarbrögð — og vilji
ekki nálægt kirkjum koma.
III.
Eins og sjá má af því, sem sagt hefur verið hér að framan,
^etur naumast heitið að nokkurt teljandi nýjabrum sé á hin-
Um svonefnda trúarlega húmanisma í Bandaríkjunum, heldur
er hann lítið annað en hinsta ályktun þeirrar stefnu, sem
mótmælenda-kristnin hóf með biblíugagnrýninni og nýhyggj-
unni. Það liggur þess vegna í augum uppi, að þegar spurt
er um hvaða erindi húmanisminn eigi við kynslóð nútímans,
ká byggist svarið eigi lítið á því, hvernig hin frjálslynda guð-
fr®ðistefna hefur yfirleitt reynst og hversu hæf hún hefur
orðið til að leysa vandræði hinnar núlifandi kynslóðar og blása
kenni andlegu hugrekki og siðferðilegu þreki í brjóst. Ég hef
kegar bent á hinar veiku hliðar þeirrar stefnu og að augu
manna eru farin að opnast fyrir henni.
Að húmanisminn eða hinsta ályktun nýhyggjunnar kemur
e‘nmitt fram á þeim tíma, þegar annmarkar nýhyggjunnar
fara að verða mönnum ljósari, spáir honum ekki langlífi eða
miklu gengi. Að vísu vill húmanisminn vera rökfastari og
siálfum sér samkvæmari en nýguðfræðin. Hann ályktar hik-
laust frá sögulegum og sálfræðilegum rökum til þeirrar niður-
stöðu, að enginn guð sé til nema sá, sem mannleg ímyndun
kefur skapað. Honum hefur virzt, að kjarni allrar guðstrúar