Eimreiðin - 01.07.1932, Blaðsíða 81
Eimreiðin HATUR OQ ÖFUND 313
eru hvor annari andstæðar. Þess vegna er hatrið svo óþægi-
lega nagandi hugarástand sem það er.
Þar sem hatrið stefnir að eyðileggingu þess sem hatað er,
fylgia því ýmsar geðshræringar, eftir því hvernig horfurnar
eru hverja stundina til að ná þessu markmiði. Sá, sem hatar
annan, gleðst þegar honum gengur illa, þjáist, missir fé, völd
eða álit, en hryggist þegar honum gengur vel, finnur óbeit
eða reiði í návist hans, reiðist þeim, sem hjálpa honum, kvíðir
bví, sem getur orðið honum til gagns eða gleði o. s. frv.
Spinoza segir: »Odium nunquam potest esse bonum«:
Hatur getur aldrei verið gott. Markmið þess er að gera öðr-
um ilt. Og það er kvöl fyrir sjálfan hatandann. Það kveikir
hatur hjá þeim, sem fyrir því verða, ef þeir á annað borð
eru ekki því göfugri menn, og gerir þá þar með vansæla.
^að útilokar alla samúð og samvinnu þeirra, sem hatast. Vér
eigum annað fornt orð yfir að hata. Það er að fíá = fjá.
Fíandi, fjándi, fjandi varð nafn á djöflinum. Það sýnir að menn
skyldu, að hatrið er djöfullegt hugarþel.
Lítum svo á öfuridina. Að öfunda er eiginlega að afunna,
e. að unna einhverjum ekki einhvers. Sama kemur fram í
danska orðinu at misunde — misunna. Allir vita, að öfund-
>n er ónotalegt hugarástand. Það kemur fram í orðinu öfund-
siúkur, er gefur í skyn, að öfundin sé sjúklegt ástand. í þessu
er bending um, að andstæðar hvatir berjist um völdin í öfund-
>nni, líkt og í hatrinu. Til þess að finna, hverjar þessar hvatir
eru, er bezt að athuga, hverjir eru sérstaklega öfundsjúkir.
Bacon segir meðal annars, að vanskapaðir menn og geld-
lngar, og kynblendingar og gamlir menn séu hneigðir til öf-
Uudar. Þeim er það sameiginlegt, að þeir hafa galla, sem
t>eir geta ekki losnað við og eru sífelt mintir á af samanburði
v>ð aðra. Meðvitundin um þessa galla eða vöntun særir
metnað þeirra oa vekur þar með magnlausa reiði eða gremju,
eu þessi gremja snýst gegn þeim, sem hafa það, sem hina
Vantar, og verða þannig til að særa metnað þeirra — auð-
mVkja þá.
En menn öfunda ekki aðra einungis af persónulegum yfir-
tmrðum þeirra. Öfundsjúkur maður getur öfundað aðra af
hverju því, sem þeir hafa fram yfir hann, ef hann kysi að