Eimreiðin - 01.07.1932, Blaðsíða 111
Eimreiðin FAGNAÐARERINDI HÚMANISMANS 343
að framleiða manninn, en í gegnum manninn leifast sjálf-
Ur guð við að birtast eða opinberast á dýrlegri og dýrlegri
hátt. Sérhver atburður verður á þennan hátt liður í guðlegri
hugsun, sem stefnt er til fullkomnunar. Hver göfug hugsun
verður guðdómleg opinberun. Sagan sjálf er það. Maðurinn
er ekki syndum spiltur og fallinn vesalingur, heldur skapaður
1 guðsmynd og hans skilgetinn sonur. Þessvegna er engin af
náttúrlegum hvötum hans ill. Lög náttúrunnar eru einnig góð,
°9 hið illa er aðeins fólgið í hindrun hins góða. Maðurinn
tarfnast engra dulrænna náðarmeðala til að fæðast að nýju
°9 verða guðs barn, því að hann er það þegar, og honum
er nauðsynlegt að skilja það, að svo sé. Jesús Kristur var
aðeins hið þroskamesta brum þessarar guðsopinberunar sem
kiftist í mannkyninu.
Því verður ekki neitað, að þessi trúarlega afstaða nýguð-
iræðinnar bendir svo hiklaust í sömu átt og húmanisminn, að
ekki er það nema eðlilegt, þótt slík ályktun verði af henni
dfegin, að maðurinn sé æðstur alls og að allir hlutir séu til
fyrir hann. Með nýguðfræðinni er gjörsamlega horfið brott
ifá hinum evangeliska rétttrúnaði, sem stöðugt vitnaði í erfða-
sVndarstarf Páls og gerspillingarkenningar Agústínusar. Hún
er runnin upp úr bjartsýni þeirrar aldar og þjóðar, sem tekin
er að trúa meir á sjálfa sig en áður tíðkaðist. Hún þróast
bar sem einokun og harðstjórn er sfeypt af stóli en lýðræðis-
^ugmyndir ná viðgangi, þar sem fátækt fer minkandi og menn
hafa vonir um meiri velmegun á komandi tíð. Á þeirri öld,
Sem mannsandinn vinnur hvern stórsigurinn á fætur öðrum
Vfir öflum hinnar ytri náttúru, er ekkert eðlilegra en að menn-
lrnir fari að trúa statt og stöðugt á mátt sinn og megin.
II.
Spurningin, sem nú vaknar hjá oss, er þá sú, hvort þessi
trú húmanistanna á mátt og megin muni nokkru sinni full-
næ9ja mönnunum, muni nokkru sinni geta komið í staðinn
fyrir það hellubjarg, sem guðstrúin hefur verið því um aldir?
Þessi spurning er víðtækt rannsóknarefni, og verður hér
ekki kostur á að drepa nema á fátt eitt til athugunar um
kessi efni. En í skjótu bragði má benda á það, að örðugt