Eimreiðin - 01.07.1932, Blaðsíða 116
348 FAGNAÐARERINDI HÚMANISMANS eimREIÐIN
eða Krisfstrúar væri ekkert annað en trú á manninn, því
mennirnir hafi ávalt skapað guð eða Krist í sinni mynd.
Þetta má að vísu til sanns vegar færa. Því verður ekki
neitað, að öll þekking byrjar og endar með skynjunum v°r'
um og reynslu, og hlýtur þess vegna að ákvarðast að ekki
litlu leyti af oss sjálfum. Þess vegna getum vér hvergi fundið
lykil þekkingarinnar á leyndardómum nátfúrunnar nema í vor'
um eigin skilningi. En enda þótt vér getum orðið húmanist'
unum samdóma um þetta svo langt sem það nær, þá vaknar
aftur sú spurning hjá oss, hvort þessi sfaðreynd sé nsegiHS
til þess að draga af henni þá ályktun, að hugmynd mannsins
um guð sé ekkert annað en bergmál af hugmyndum hans
um sjálfan sig, að maðurinn sjálfur sé ráðning allrar lífsgát'
unnar og æðsti drottinn tilverunnar?
Þessi spurning hefur bæði líffræðilega og sálfræðilega hliö*
Enda þótt maðurinn virðist vera hámark lífsins á jörðunni nu
sem stendur, þá vitum vér hvorki um það hvort hann er
æðsta birting lífs í alheiminum eða hvort hann stendur til
að verða það. Hitt vitum vér, að í honum fullkomnast að eins
sköpunarmáttur margra alda. Maðurinn hefur eigi stigi5
skyndilega fram á sjónarsvið lífsins. Hann er til orðinn, sam*
kvæmt skoðun vísindanna, fyrir langa og flókna þróun. Hann
er þess vegna ekkert einstakt fyrirbrigði, heldur hluti órjúf'
andi heildar. Því verður hann aldrei skýrður með sjálfum ser’
enda þótt skýring hans á sjálfum sér verði auðvitað að fara
gegn um hans eigin heila.
Af þessum rökum er það, sem nýguðfræðin heldur ÞV1
fram, að alt hið andlega í manninum, hið dýpsta og insta H
hans, geti heldur ekki skoðasf sem neitt sérstæft undur, sem
fram gengur af tilviljun. Einnig það er hluti órjúfandi heildar-
Það getur ekki hafa skapast af engu. Frá aldaöðli hlýtur vit
og ályktun að hafa verið til í heiminum og ráðið hinni skap'
andi þróun, annars hefði eyði og tóm óskapnaðarins aldrei
getað orðið að sköpun, annars hefði maðurinn ekki getað orðið
til, né vit hans þroskast. Ef maðurinn hlýtur ávalt að hugsa
sér guð í sinni mynd, þá getur verið að það sé ekki nema
eðlileg afleiðing þess, að guð hljóti að hafa skapað mann-
inn í sinni mynd. Monisminn er að sumu leyti staðfesting