Eimreiðin - 01.07.1932, Blaðsíða 34
266 KREPPAN OG LÖGMÁL VIÐSKIFTANNA EIMREIÐIN
leiðarvísir fyrir framleiðsluna, betri en nokkur ríkisstjórn
mundi vera. Skilyrðið fyrir því er raunar frjáls viðskifti, ó-
bundinn markaður. Frjáls markaður er grundvöllurinn undir
hinu ríkjandi fyrirkomulagi framleiðslunnar, fyrsta skilyrðið
fyrir nokkurnveginn ótruflaðri þróun viðskiftalífsins. En verð-
myndun á frjálsum markaði er því miður nú sjaldan fyrir
hendi. Vér höfum sýnt fram á það hvað snertir verð vinnu-
kraftsins og fjárins, vinnulaun og rentu. Vér leituðumst jafn*
framt við að sýna, að fölsun fjármarkaðarins væri aðalorsökin
fyrir þeim truflunum viðskiftalífsins, sem kallaðar eru viö-
skiftakreppur, eða væri höfuðástæðan fyrir því, að þær eru
svo skæðar sem raun ber vitni um. Það að núverandi kreppa
er langvinnari og illkynjaðri en áður eru dæmi til, er þá aðal-
lega að kenna því, að lögmál frjáls markaðar eru nú víðar
og tilfinnanlegar skert en áður hefur þekst á dögum hins
fjármagnaða viðskiftafyrirkomulags, auk þess sem afleiðingaf
heimsstyrjaldarinnar og skuldaskifti þjóðanna, sem henni voru
samfara, í þetta sinn án efa er mikilvæg orsök truflunarinnar.
Það er oftast afsakanlegt sem nauðvörn, að lögmál markaðs-
ins verður svo víða að þoka sæti fyrir allskonar viðskiftn-
ráðstöfunum. Oft er það samt að kenna afbrýðisemi °S
skamsýnni hagsmunatogstreitu. Eru þar allir aðiljar, fram-
leiðendur, verkamenn og ríkisstjórnirnar, samsekir. Sérstak-
lega skaðleg reynist verndarstefna ríkisstjórnanna, þótt ekki
sé að efast um, að hún sé oftast af góðum toga spunnin,
sem sé af umönnun fyrir velferð þegnanna. En um leið oS
ríkisvaldið styður ólífvænlegar greinar framleiðslunnar, kipP'r
það jafnframt tveimur stoðum undan velferð neytendanna.
Annarsvegar eru þeim lagðar þungar skattabyrðar á herðar,
hinsvegar er neyzluvörunni haldið í óeðlilega háu verði. Slík-
ar ráðstafanir brjóta því algerlega í bág við lögmál viðskifi'
anna, sem ekki lætur að sér hæða, heldur hefnir sín grimmi'
lega. Framleiðsla og viðskifti lamast. Næstum hlægilegt ósam-
ræmi í öllum hlutum sýnir sig í líki kreppunnar. Þessi vofa
hæðir ekki aðeins mannlega skynsemi og menningu nútím-
ans, heldur ógnar hún jafnframt mannkyninu með djúpri eyð»'
leggingu og hungurdauða óteljandi einstaklinga. Á sama tíma
eru forðabúr allskonar lífsnauðsynja í þann veginn að sprmS3