Eimreiðin - 01.07.1932, Blaðsíða 210
442
RITSJÁ
eimreiðin
annars kunna að verða. Það er einkum tvent, sem hlýtur að verða ís-
lendingum umhugsunarefni við lestur þeirra. Hið fyrra er það, hve vand-
lega er breitt yfir, að Islendingar hafi átt nokkurn þátt í því, að Græn-
land fanst og bygðist. Hið síðara er hin skýlausa neitun á því, að Nor-
egur hafi nokkurn tíma afsalað sér réttinum til íslands. Skýrast kemur
þetta hvorttveggja fram í ritgerð C. Marstranders, prófessors: „Danmark,
Norge og Grönland". Þegar höfundurinn er að lýsa landnámi íslendinga
hinna fornu á Grænlandi farast honum þannig orð tbls. 352): „Over
Færöiene og Island nár den norske ekspansjon i 970—árene ogsá Grön-
land med jærbuen Eirik Raude. Kolonistene tok land i to distrikter som
de kalte Aust- og Vestbygden .... Tallrike ruiner inne i fjordene
taler den dag idag sitt vemodige sprog om denne ensomme norske ut-
posten oppe i Ishavet . . . Det er i denne sammenheng verd á minne
om at der aldri har vært nogen politisk forbindelse mellem Grönland
og Island . . .“ — Það er fróðlegt að bera þetta saman við það, sem
annar fræðimaður, íslenzkur, hefur haldið fram, maður, sem er orðinn
doktor við Oslóar-háskóla einmitt fyrir bók um samskonar efni. Um
rétt Norðmanna til Islands segir prófessor Marstrander tbls. 348), eftir
að hafa neitað gildi Kielar-samningsins 1814 og reikningsskilanna 1821
milli Danmerkur og Noregs: „Norge har fölgelig ikke, som danskene
mener, ved gjeldsopgjöret av 1821 formelt fraskrevet sig ethvert krav
pá Island, Færöiene og Grönland. Disse krav kan fremmes nár som
helst“.
Það er sjálfsagt að unna frændum vorum, Norðmönnum, alls rétt-
lætis. En þegar þeir taka að halda því fram, að þeir eigi kröfu til yf*r'
ráða hér á landi, þrátt fyrir alt sem á undan er gengið, meðan ísland
var undir veldi Noregskonunga, þá getum við ekki orðið Norðmönnum
samferða. Sv. S.
SAGA ODDASTAÐAR. Samið hefur og prenta látið Vigfús Guð-
mundsson, Rvik 1932. — Þetta er einkennileg bók og nokkuð ólík venju-
legri sagnaritun nú á dögum. Höfundurinn hefur gert tilraun til þess að
skrifa sögu eins af frægustu höfuðbólum Iandsins, frá landnámstíð alt
vorra daga. Hann er fyrst og fremst safnari, og tínir til alt smátt og
stórt um ábúendur Odda, kirkjuna og eignir hennar, jörðina sjálfa, húsa-
gerð og svo framvegis, enda er þetta allstór bók, um 250 bls. En öll þessl
mikla fróðleiksgnægð hefur, eins og vænta mátti, haft þau áhrif á fra'
sögnina, að hún er nokkuð þung og ekki létt aflestrar með köflum.
Höfundur hefur auðvitað fylgt prentuðum heimildum, það sem þ*r na’
en það er ekki langt, eins og hann hefur unnið verkið. Mikill hluti bók-
arinnar er þvf saminn eftir óprentuðum heimildum, og hefur höfundur
sýnt fádæma elju og samvizkusemi í að rannsaka skjöl, forn og ný, 08
af því að þær rannsóknir eru mjög víðfækar, munu þær síðar verða
mörgum manni að liði, er við íslenzka sagnfræði fæst.
Merkustu kaflar bókarinnar eru því þeir, sem bygðir eru á skjalarann