Eimreiðin - 01.07.1932, Blaðsíða 30
262
KREPPAN OG LÖGMÁL VIÐSKIFTANNA eimreiðiN
fyrir viðskiftalífið alment vex að sama skapi og útbreiðsla
þeirra. Það er bezt að taka það strax fram, að hæstiréttur i
hinum frjálsu markaðsviðskiftum er verðið. Það sker úr þvl
hvaða kaup og sala, hvaða viðskifti geta farið fram, eða
hvað á að framleiða og hvað hægt er að framleiða. Að*
alkostnaðarliðir framleiðslunnar eru ætíð og alstaðar vinnu-
laun og renta. Vinnulaunin eru verð vinnukraftsins, rentan
verð á notkun fjárins. í frjálsum viðskiftum ákveður ver^
vinnukraftsins og fjárnotkunarinnar sig af sjálfu sér eftir eftif'
spurn og framboði og notagildi þessara yrkjuþátta, vinnukrafts
og fjár, fyrir framleiðsluna. Þessir yrkjuþættir standa þá einnjð
í samkepni hvor við annan á markaðinum. Ef vinnulaunin
hækka eða eru það há, að framleiðandinn sér hag sinn í ÞV1
að kaupa vélar í staðinn fyrir að halda verkafólk, þar sem
þess er kostur, mun hann velja þann veg. Verðhlutfallið sker
þá fyrst og fremst úr þessu. Það er óþarfi að geta þess, að
samtök verkafólksins hamla því, að verð vinnukraftsins, vinnu-
launin, verði ákveðin eftir lögmáli frjálsra markaðsviðskiftn'
Að verkafólkið var neytt til að grípa fram fyrir hendurnar a
þessu miskunarlausa lögmáli, breytir í engu þeirri staðreynm
að með því hefur það stutt að útbreiðslu vélaiðjunnar.
auðvelt að sannfærast um það með því að virða fyrir ser
þróunina í hinum ýmsu löndum. Þetta sýnir líka, að Þot
vinnukrafturinn sé — frá hagfræðilegu sjónarmiði séð "
markaðsvara eins og hver önnur vara, þá hefur hún þó siua
sérstöðu, því að hér er frambjóðandi vörunnar varan sja
Vér höfum síðar tækifæri til að sýna fram á, að þessi
jálf-
við-
leitni, að grípa fram fyrir hendurnar á lögmáli markaðsins>
gerir æ meir vart við sig á sviði framboðsins alment. Hva^a
þýðingu það hefur fyrir viðskiftin í heild sinni og þá ser
staklega í hvaða sambandi það stendur við núverandi krepPu’
verður jafnframt aðalíhugunarefni vort í því sambandi.
Vér snúum oss nú að fjárviðskiftunum og sambandi þeirra
við viðskiftakreppur alment séð. Ef markaðslögmálið væri her
ætíð í heiðri haft, mundi viðskiftalífið ekki verða fyrir eii^
alvarlegum truflunum frá þeirri hlið eins og raun er a- ,
peninga- eða fjármarkaðinum ákveður verðið sig
rentan — eftir framboði og eftirspurn. Vér nefnum þessa