Eimreiðin - 01.07.1932, Blaðsíða 36
268 KREPPAN OG LÖQMÁL VIÐSKIFTANNA eiMREIDIN
eitthvað um 10 °/o hærri en fyrir stríð (nánar 52% móti 42%
áður). Þessi aukning er — auk breyttrar uppistöðu íbúatöl*
unnar eftir aldri — að kenna því, að nú verða miklu fleiri
en áður að leita sér atvinnu, einkum kvenfólk. Stendur það
í sambandi við hrun gjaldeyrisins. Mikill hluti miðstéttanna
misti þá nær aleigu sína. Sparifjáreigendur, sem lifðu á rent-
um innstæðna sinna, urðu sérstaklega hart úti. Þetta fólk
varð nú að leita sér atvinnu, og margir, sem seztir voru 1
helgan stein, neyta ætluðu ávaxtanna af iðni sinni og spaf'
semi, urðu nú að byrja lífsbaráttuna upp á nýjan leik. GengiS'
lækkun og þá einkum fullkomið gjaldeyrishrun kemur alt af
hart niður á einstökum stéttum þjóðfélagsins og hefur ósann*
gjarna ummyndun f eignaskiftingunni innan þjóðarheildarinnar
í för með sér. Hinn vafasami ágóði, sem atvinnuvegunum
fellur í skaut við aukningu útflutningsins í sambandi við gen9'
islækkunina, er dýru verði keyptur. — Önnur mikilvæg orsök
fyrir auknu framboði vinnukrafts í Þýzkalandi er hin stor'
kostlega minkun hersins samkvæmt friðarskilmálunum. Þess*
hlutfallslega aukning hins vinnandi fólks er af nefndum ástaeð'
um mest í Þýzkalandi. I öðrum löndum er hún tiltöluleg3
lítil og hvergi svo tilfinnanleg, að hún geti átt verulegan þáft
í núverandi atvinnuleysi.
Óhætt virðist vera að fuliyrða, að meiri þýðingu fyrir a{'
vinnuleysið hafi hinar ákaflega hraðfara breytingar síðustu
ára á atvinnu- og framleiðsluháttum, einkum hin öra útbreiðsla
vélaiðjunnar. Vér þurfum ekki að fara út fyrir landsteinana
til að sjá, hve mikill sparnaður á vinnuaflinu fylgir bættum
framleiðsluháttum. Sláttuvél, sem unglingur getur stjórnað>
slær á við 6—8 röska kaupamenn. Ársafli eins íslenzku tog'
aranna með ca; 30 manna áhöfn er álíka mikill og alls báta-
flotans áður. I sumum greinum stóriðjunnar erlendis, t. d.
kolaiðnaðinum, var framleiðslan árið 1929 100% hærri en
árið 1913, en tala verkamanna aðeins 24% hærri síðara árið
en fyrra árið, og svo mætti lengi telja. En reynslan sýnir>
alt frá fyrstu dögum vélaiðjunnar, að ótti sá við atvinnuleysi.
sem alt af hefur fylgt í fótspor vélanna, var að mestu ástæðu-
laus. Einmitt á hinum fyrstu dögum vélaiðjunnar voru breyt'
ingarnar sérstaklega stórstígar. Ef þessi ótti við atvinnuleysið