Eimreiðin - 01.07.1932, Blaðsíða 84
316
HATUR OG ÖFUND
EIMREIÐIN
lærðra manna, en er sjálfur ólærður, þá eru allar líkur til a^
það komi af öfund, því að hvers vegna skyldi sá, sem metur
hið lægra stig mentunarinnar, lítilsvirða æðra stigið. Ef hann
metur mentunina í raun og veru, þá þykir honum hún auð-
vitað því betri sem hún er meiri og skilst, að sá einn getur
hafið annan á hærra stig, er sjálfur stendur ofar, enda mun
óvild til mentamanna naumast finnast hjá nokkrum manni, er
sjálfur hefur fengið æðri mentun. Jafnvel merkir menn Se^a
stundum ekki losnað við eitur öfundarinnar, þó að þeir hefj'
ist hátt og njóti virðingar annara. Prófessor Höffding sagði
mér einu sinni um merkan danskan fræðimann, er var mikils
metinn fyrir rit sín og meðlimur Vísindafélagsins danska.
>Hann gat aldrei gleymt því, að hann var ekki stúdent oS
grunaði okkur félaga sína alt af um það að líta niður á sig‘-
Ef svo fer um hið græna tréð, hvernig mun þá fara fvr*r
hinu visna ? Þegar þeir, sem berjast fyrir bættum efnahag
alþýðu, líta jafnframt illu auga til allra, sem eitthvað eiga, Þa
er það líka vottur um, að öfundin er með í leiknum, því að
hvers vegna mundu þeir lasta aðra fyrir að eiga það, sem
þeir kjósa skjólstæðingum sínum til handa og oftast sjálfu®
sér með? Sé ekki hægt að bæta hag einnar stéttar nema
með því að taka af annari, þá ætti sú stétt, sem af er tekið.
ekki að fá óvild fyrir það, að eitthvað er af henni að hafa-
Það er líkt og að hata sauðinn fyrir það að skila vænu reifi-
Öfundin getur ótrúlega víða smogið inn, jafnvel þar sem barist
er fyrir góðum málefnum. Þess vegna verður hún svo háska-
legt afl í höndum óhlutvandra flokksforingja. Til þess að safna
um sig flokki og halda honum aðgreindum frá öðrum, Þar^
að geta slegið á sameiginlega strengi. Mönnum, sem annars
hafa sundurleit áhugamál, getur verið sameiginleg öfundin til
einhverrar stéttar. Slík öfund er þá hvöt til sameiginlegrar
sóknar gegn hinni öfunduðu stétt, jafnskjótt og slegið er a
þann strenginn, eða að minsta kosti má nota hana eins og
hverja aðra óvild til þess að koma í veg fyrir vinsamlega
samvinnu við þá, sem öfundaðir eru, því að óvild vekur óvilf
En því minna samneyti sem einn flokkur hefur við annan,
því síður er hætt við að einn hafi áhrif á annan og flokks-
takmörkin hverfi. Innan flokksins styrkir hver annan í trúnni