Eimreiðin - 01.07.1932, Blaðsíða 179
eimreiðin
Kreutzer-sónatan.
Eftir Leo Tolstoj.
[Niðurl.]
Ég man ennþá svipinn á andlitum þeirra. Ég man hann
vegna þess, að hann vakti hjá mér sársaukablandna gleði.
Eg mun aldrei gleyma skelfingunni, örvæntingunni, sem greip
þau, þegar ég birtist alt í einu í dyrunum. Fiðluleikarinn mun
hafa setið við borðið, en sprottið á fætur, þegar ég kom, og
stóð hann og sneri baki að veggnum. Hann var bæði
aumkunarlegur og óttasleginn að sjá. Svo var hún einnig,
en auk þess bar svipur hennar vott um gremju og óánægju
yfir því að vera trufluð í þeirri ástarvímu og hamingju, sem
Hún nú naut í nærveru hans. Mér fanst þetta að minsta kosti.
Annars hefði ef til vill ekki farið eins og fór. Það var eins
og hún hugsaði ekki um neitt nema að fá að njóta hamingj-
unnar í næði. En svipur þeirra beggja breyttist fljótt. Hræðslu-
merkin á andliti hans hurfu fyrir hiki, eins og hann hugsaði
sem svo: »Er gerlegt að ljúga, eða gagnar það ekki? Ef
það er gerlegt, verð ég að byrja undir eins, því ef ég geri
það ekki, þá kemur eitthvað fyrir, en hvað?« Aftur á móti
fanst mér gremjan og óánægjan á andliti hennar víkja fyrir
kvíðablandinni umhyggjusemi um leið og hún festi augun á
Honum.
Ég staðnæmdist augnablik á þrepskildinum og faldi rýting-
*nn vandlega að baki mér. Þá brosti hann eins og ekkert
uæri og tók til máls svo blátt áfram, að næstum varð
hlægilegt:
»Hér höfum við nú setið og skemt okkur við hljóðfæra-
slátt«.
»Nú, það er naumast . . .!« tók hún til máls um leið, og í
sama tón og hann.
En hvorugt fékk að tala út. Sama ofsabræðin og hafði
hlaupið með mig í gönur fyrir viku síðan, greip mig nú aftur
heljartökum. Ég fann aftur þessa óstjórnlegu þörf til að brjóta og
hramla, til að sleppa mér alveg — og ég lét undan þeirri þörf.