Eimreiðin - 01.07.1932, Blaðsíða 176
408
SKÁLDSÖGUR OG ÁSTIR
EIMREIÐIN
maður verði fráhverfur konu, er gefið hafi sig honum á vald.
Sé hér hvorki meira né minna en um algilda reglu að ræða
eða lögmál í heimi mannssálarinnar. Er einkum vitnað til rit-
verka Einars H. Kvarans þessu til stuðnings. Tæplega er of
ríkt kveðið að orði þótt sagt sé, að lesturinn á þessum ritum
muni hafa verið frekar fljótfærnislegur. Ég get t. d. tekið af
handahófi tvær af sögum E. H. K., sem minst er á.
I »1Htlausu Gunnu« er sagt frá landshornamanni, sem
hvarvetna var kendur við kvennamál. Stúlka, sem hann er
samvistum við, verður barnshafandi af völdum hans, og hann
strýkur af landi burt til þess að losna úr klandrinu. — I
*Syndum annara« rýfur maður trúlofun sína við stúlku, sem
hann ekki vissi að var með barni af hans völdum, en annars
var stúlkunni svo háttað, að vanstilling hennar var svo mikih
að nánustu vinir hennar töldu henni það ekki sjálfrátt.
Ef til vill veitist einhverjum erfitt að draga af þessum at-
vikum þá ályktun, að höfundur telji það óyggjandi, að karl-
maður fái andstygð á konu af þeim völdum, sem getið hefur
verið um. Annars er þessi rökleiðsla A. ]. hið ágætasta sýnis-
horn þess, hve langt menn geta borist af áhuga sínum fyrir
að vernda siðferði þjóðarinnar. Sá áhugi knýr þá jafnvel til
þess að fullyrða, að karlmönnum sé áskapað að fá viðbjóð á
konum sínum eftir brúðkaupsnóttina. En til allrar hamingju
er slíkur siðferðilegur áhugi engin trygging þess, að sömu
menn séu ekki að fara með lokleysu.
En nú er sjálfsagt að kannast við, að enda þótt þessi rök-
leiðsla A. ]. sé lítt sannfærandi, þá getur hann þar fyrir haft
rétt fyrir sér um það, að þessi skoðun á kynferðishvötum —
að »skilningurinn á þeim og virðingin fyrir þeim sé eitt aðal-
skilyrði fyrir ríkum, sálrænum árangri ástalífsins* — sé með
öllu röng. Ég skal síðar koma lítið eitt að því efni, er ég
hef frekar minst á yfirsjónir mínar í sambandi við ummæli
mín um bók Guðmundar Kambans.
A. ]. heldur því fram, að hinn mesti þverbrestur sé í bók
þessari fyrir þá sök, að í stað þess að hin fræga nótt Daða
og Ragnheiðar hafi orðið til þess að tengja þau fastar saman,
þá hafi þau forðast alt náið samneyti um fulla þrjá mánuði,
þrátt fyrir að þau eru »saman í fullu frelsi bjartar maí- og