Eimreiðin - 01.07.1932, Blaðsíða 99
E'MREIÐIN HLUTAFÉLAGIÐ EPISCOPO 331
Önnur rödd:
*Nei! Episcopo er ástfanginn. Tókuð þið ekki eftir suipn-
Um á honum, þegar Ginevra skifti um disk hjá honum?«
Eg reyni að hlægja. Ég lít upp, og augu mín mæta aug-
Um Ginevru, sem dularfull stara á mig.
Hún fer út úr salnum, og Filippo Hoberti kemur nú með
skringilega uppástungu:
»Vinir mínir! Það er ekki nema um eitt að gera. Einn
°kkar verður að giftast henni . . . fyrir reikning hinna*.
Hann sagði það ekki alveg á þennan hátt, heldur notaði
kann sterkari orð, hann nefndi þetta með sínu nafni, og hvað
®tti að vera hlutverk hinna.
*Til kosninga! Til kosninga! Við verðum að kjósa eigin-
manninn«.
Wanzer kallar:
*Episcopo!«
*Hlutafélagið Episcopo!*
Hávaðinn eykst. Ginevra kemur inn aftur, ef til vill hefur
kún heyrt alt sem fram fór. Hún brosir, bros hennar er
rólegt . . .
Wanzer kallar:
*Episcopo farðu í biðilsbuxurnarU
Tveir gestanna ganga fram á gólfið. Þeir setja upp alvöru-
svip og biðja um hönd Ginevru í mínu nafni.
Hún svarar með sínu vana brosi:
*Eg skal yfirvega það«.
Aftur mæti ég augnaráði hennar. Ég veit í sannleika ekki,
k^ort það er verið að tala um mig, hvort ég er þessi Epi-
Sc°po, sem verið er að skopast að. Og mér er ómögulegt að
9era mér í hugarlund, hvernig ég hef litið út á því augnabliki.
Draumur, draumur. Allur þessi kafli lífs míns líkist draumi.
^er getið aldrei skilið eða gert yður í hugarlund, hvaða hug-
^Ynd ég hef haft þá um sjálfan mig, hvaða meðvitund ég hef
haft um hlutverkið, sem ég átti að fara að framkvæma. í
dfaumi lifði ég aftur hluta af liðinni æfi minni. Ég sá óhjá-
kvæmilega endurtekningu á viðburðum, sem áður höfðu skeð.
Hvenær? Enginn veit það. Auk þess var ég ekki alveg viss