Eimreiðin - 01.07.1932, Blaðsíða 159
eimreiðin
UM MATARÆÐI VORT
391
unglingar. En miklu veldur hve snögt hungrið legst að og
hve róttækt það verður. Menn þola afarlengi skort, ef sú litla
íæða, sem í boði er, er aðeins bragðgóð og holl. Prestur á
Svalbarði í Þistilfirði bjargaðist lengi við mjólk og fjörugrös
eingöngu, meðan fólk hrundi úr hungursóttum við að éta ým-
islegt óæti. Öllu fremur gildir sem sé það, að í hinum skorna
skamti séu vitamínefni þau sem líkaminn þarfnast — og skil-
Sreind eru sem A- B- C- og D-vitamínefni. Þau finnast að
uieira eða minna leyti öll í nýmjólk. Þess vegna er það að
•ujólkin hefur í harðindum ætíð reynst helsta hjálparhellan —
°9 það má chætt fullyrða, að mjólkinni er það allra fremst
að þakka, að íslendingar eru ekki löngu útdauðir eða þá
uraettaðir aumingjar.
011 vitamír.efnin verða menn að fá í fæðunni, þó lítið geti
komið að haldi, tilþess að heilsan haldist. En ef að eins eina
fegund vitamínefnanna þrýtur til langframa, þá er voði vís,
1 gerfi ýmsra sjúkdóma.
Það var algengt í hallærum, að menn dóu af ofáti óhollrar
emhæfrar fæðu. Eins og t. d. ef menn í miðjum sultinum
fengu hval, eða þó ekki sízt hákarlsstöppu eða háf eða
’Ha verkað hrossakjöt o. fl. Hin veikluðu innýfli þoldu ekki
tungmeti og allra sízt bætiefnasnautt. — Mjólkin var eins og
fífsins balsam, og dugði vel þó ekki væri annað en söl eða
^iaríukjarni eða hvannarætur í ofanálag.
Það er alkunnugt, að langalgengasta hungursóttin hér á landi
hefur ætíð verið skyrbjúgur. Þetta er skiljanlegt í landi, þar
Seni algengastur var skortur á grænmeti og kornmat, og
^jólkurleysi a. m. k. þegar leið á veturinn. — En í þessum
•^iatvælum er C-bætiefnið, sem einmitt varnar skyrbjúg. Það
var líka segin saga, að flestum, sem ekki voru því ver farnir,
fór óðar að batna skyrbjúgurinn eftir að kussa var borin, og
stundum hjálpaði það eitt, að náðst gat í skarfakál eða fífla-
rótarlauf.
Onnur hungursóttin algengasta kom sérstaklega niður á
^örnunum. Það var beinkröm og vanþrif, vegna vantandi
og D-fjörefna, af því annaðhvort var engin mjólkin
f'f í kotinu eða úr horuðum og hálfsjúkum beljum,
Sem höfðu ilt fóður. Batnaði börnunum þá fyrst, er kýrnar