Eimreiðin - 01.07.1932, Blaðsíða 153
eimreiðin
UM MATARÆÐI VORT
385
blóðinu hráa, og má vel vera að hann hefði Ianglífur orðið,
ef hann hefði ekki hvolft ferjunni og druknað fyrir örlög fram.
Segir fátt af einum; en hann var að sumu leyti ógæfusamur,
t. d. var hann talsvert hneigður fyrir vín, og má það hafa
rcieðfram valdið slysinu1)-
Hrátt blóð og hrátt hold æðri sem lægri dýra hefur reynst
vera hin hollasta fæða, — nota bene, ef dýrin eru heilbrigð
og laus við sóttkveikjur eða sýkla. I kaldari löndum, þar sem
slíka fæðu má geyma óskemda lengi, getur hráætið gefist vel,
en þar sem hitinn er meiri, svo að fljótt er hætt við rotnun
og spillingu, getur margt ilt hlotist af hrárri dýrafæðu, og
verður mjög að gjalda þar varhuga við frá sjónarmiði heilsu-
fræðinnar. Og þegar ræða er um hold af sjúkum dýrum,
getur jafnvel ekki löng suða eytt óhollustunni svo örugt sé,
t. d. hefur það orðið mönnum að bana að neyta kjöts af
gripum, sem drepist hafa úr miltisbrandi (þó lengi væri soðið),
og pestarkjöt af sauðfé hefur einnig reynst varasamt stundum.
Forfeður vorir, landnámsmennirnir, þektu vel eldinn og
höfðu löngu komist upp á að matreiða sér, með eldsins hjálp,
kjöt og fisk, svo að hvorttveggja varð lostætara en ella. Forn-
fræðingar segja, að á þeim tímum hafi landsmenn ekki hag-
nýtt sér blóð sláturdýranna, heldur látið það renna til spillis.
Þegar talað er um slátur í sögunum, mun ætíð vera meint
með því soðið kjöt og innýfli. Hvenær blóðmörinn kom til
sögunnar er mér eigi fullkunnugt, en algengt var að fornmenn
gerðu sér mörbjúgu, og varð það slíkur þjóðréttur, að Islend-
ingar hlutu fyrir hann nafnið Mörlandar.
Annars má yfirleitt segja, að matargerð sú, sem landnáms-
nienn fluttu með sér frá Noregi og Vestureyjum, yrði arf-
geng í landi voru og héldist að miklu leyti óbreytt alt fram
á vora daga. Alidýrin fluttu þeir með sér og samskonar fiska
1) Þetta sögukorn er sett hér til að sýna gott dæmi þess, hvernig
Osmann trúði því, sem margir hafa frá fornu fari trúað, að hrátt lifandi
blóðið væri miklu kraftmeira en ef það er soðið í blóðmör. En hráætis-
'rúin hefur verið á réttum rökum bygð, því á seinni árum hefur það
sannast, að við hitun, steikingu og suðu spillasf eða gereyðast hin nauð-
sYnIegu fjörefni eða vítamin-efni í öllum mat.
25
L